Þetta var annað tilraunaskotið á einum mánuði, en undanfarin misseri hafa Norður-Kóreumenn verið nokkuð málglaðir varðandi kjarnorkutilraunir sínar.
Minuteman flaugarnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970, en þær áttu upprunalega að vera notaðar í einungis tíu ár. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru margir íhlutir flauganna ekki lengur í framleiðslu. Allt í allt á flugher Bandaríkjanna 450 flaugar sem staðsettar eru í Wyoming, Montana og Norður-Dakota.
Nokkrum sinnum á ári, er ein þeirra flutt til Vandenberg í Kaliforníu og skotið á loft.
Hálftíma eftir að flauginni var skotið á loft kom farið, sem í stríði bæri kjarnorkuvopn, aftur til jarðar við Kwajalein eyjar í Kyrrahafi.
Undanfarin ár hafa hins vegar komið upp nokkur vandræðaleg mál varðandi kjarnorkuvopn Bandaríkjanna. Fyrir tveimur árum fór John Oliver yfir helstu málin og sjá má umfjöllun hans hér að neðan.