Sjómenn bíða svars um skattaívilnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Farsæll, Grindavík, sjávarútvegur, sjómennska, útgerð vísir/JSE Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira