Sjómenn bíða svars um skattaívilnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Farsæll, Grindavík, sjávarútvegur, sjómennska, útgerð vísir/JSE Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira