Sjómenn bíða svars um skattaívilnun Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. maí 2016 07:00 Farsæll, Grindavík, sjávarútvegur, sjómennska, útgerð vísir/JSE Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Nýr kjarasamningur milli sjómanna og útgerðarmanna er fullgerður að mestu en beðið er ákvörðunar um aðkomu stjórnvalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki annað í vegi fyrir undirritun en vilyrði um ákveðna skattaívilnun sjómönnum til handa. Svars er sagt að vænta á næstu dögum um hvort stjórnvöld leggist á árar með viðsemjendum og liðki fyrir nýjum samningi. Ekki liggur nákvæmlega fyrir um hvaða aðgerðir er að ræða, en þær eru þó sagðar snúast um skattfrelsi á hluta tekna sjómanna, á svipaðan hátt og farið sé með dagpeningagreiðslur til launamanna. Upphæðirnar sem um sé að ræða séu ekki háar en þó þannig að þær skipti sjómenn máli. Sjómannaafsláttur, sem sjómenn nutu áður, féll niður frá og með tekjuárinu 2014. Hann nam árið 2013 246 krónum á dag, að því er fram kemur á vef Ríkisskattstjóra, og náði til daga þar sem skylt var að lögskrá menn á sjó, auk daga þar sem sjómenn áttu rétt á veikindalaunum. Frá því í lok apríl hafa verið væntingar um að takast mætti að ljúka samningum Sjómannasambands Íslands við SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ) á allra næstu dögum, einungis ætti eftir að „hnýta nokkra lausa enda“. Viðræður sjómanna og útgerðarmanna voru teknar upp á ný á síðasta ári, en sjómenn hafa verið samningslausir frá því í ársbyrjun 2011. Viðræður gengu þó hægt þegar liðið var á árið og hafðar uppi kröfur beggja vegna sem viðsemjendur áttu bágt með að sætta sig við. Þar á meðal voru kröfur sem sjómenn hafa haft á lofti um að allur afli fari á markað og kröfur útgerðarmanna um aukna þátttöku sjómanna í kostnaði við útgerðina, þar á meðal veiðigjöldum og olíukostnaði. Nokkur kurr var kominn í sjómenn þegar upp úr viðræðum slitnaði í desember og var gengið í það milli jóla og nýárs að kanna hug sjómanna til mögulegra verkfallsaðgerða. Á nýja árinu var orðið ljóst að vilji væri meðal sjómanna til að taka slaginn. Viðræður voru hins vegar teknar upp að nýju í mars og hefur verið nokkur gangur í þeim síðan þá. Reyna átti til þrautar að ná lendingu í viðræðum til að afstýra aðgerðum. Helstu ágreiningsefni voru tekin út fyrir sviga og stefnt að því að ná samningi sem næði utan um þá þætti sem menn gætu komið sér saman um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira