Vildi kaupa fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. júlí 2016 19:02 Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Hollenski fjárfestirinn sem vill byggja einkasjúkrahús í Mosfellsbæ vildi í sumar gera samning við Hafnarfjarðarbæ um aðgang að vatnskerfi sveitarfélagsins sem hljóðaði upp á rúmlega fjórfalda vatnsnotkun Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði fyrir helgi samning við fyrirtækið MCPB ehf. um úthlutun lóðar í bæjarfélaginu undir 30 þúsund fermetra einkasjúkrahús.Lán frá hollensku félagi Að sögn Henri Middeldorp, stjórnarformanns MCPB, verður framkvæmdin fjármögnuð með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital. Lánið verður veitt til MCPB með veði í spítalanum. Sjálfur á Middeldorp 51 prósent í Burbanks Holding en félagið á svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding.Fjórföld vatnsnotkun Hafnarfjarðarbæjar MCPB hefur þó verið að vinna í fleiri verkefnum hér á landi. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Middeldorp hafi komið á fund bæjaryfirvalda í Hafnarfirði í sumar. Þar hafi hann óskað eftir að gera samning við bæjarfélagið um að fyrirtækið fengi að tengjast vatnskerfi sveitarfélagsins. Þær viðræður hefðu átt sér stað milli embættismanna bæjarfélagsins og Middeldorp. Áður en nokkurs konar niðurstaða eða samkomulag lá fyrir í þeim viðræðum óskaði Middeldorp eftir fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og fleiri stjórnendum sveitarfélagsins. Á þann fund mætti Middeldorp með samning þess efnis að Hafnarfjarðarbær selji fyrirtækinu 500 lítra á sekúndu af neysluvatni. Til að setja þessa tölu í samhengi þá notar allur Hafnarfjarðarbær um 120 lítra á sekúndu og því um að ræða rúmlega fjórfalt það magn. Þá notar höfuðborgarsvæðið í heild rúmlega 700 lítra af neysluvatni á sekúndu.Tóku beiðni Middeldorp mjög fálega Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku beiðni hans um að samningurinn yrði undirritaður á staðnum mjög fálega. Var beiðni um undirritun samningsins síðan hafnað og hafa engar viðræður átt sér stað um málið eftir það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sýndi Middeldorp ekki fram á nein gögn í viðræðum sínum við Hafnarfjarðarbæ, til að mynda um hvort og hvernig búið væri að fjármagna verkefnið. Þó kom fram í samtölum hans við embættismenn að hann hafði í hyggju að flytja vatnið til útlanda.Einbeita sér að einkasjúkrahúsinu Middeldorp staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir þessum viðræðum við bæjarfélagið. Hann sagði þó Hafnarfjarðarbæ ekki hafa unnið heimavinnuna sína eins og hann orðaði það og því hefði fyrirtækið ákveðið að einbeita sér að uppbyggingu sjúkrahússins í Mosfellsbæ.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent