Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 20:04 Hjólastóllinn var afar illa farinn eins og sjá má. myndir/gary graham Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016
Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39