Tækifæri sem verður að nýta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2016 06:00 Heimir vill nýta Möltuleikinn sem best. vísir/epa Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn síðasta leik á mögnuðu knattspyrnuári sem er að baki. Andstæðingurinn verður lið Möltu en leikið verður á Ta'Qali-leikvanginum í bænum Attard. „Við viljum gera vel í lokaleiknum okkar á þessu ári. Þetta hafa verið alls sautján leikir, við höfum því verið mikið saman og okkur langar til að enda árið vel,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Íslendingar töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 er strákarnir okkar urðu að játa sig sigraða gegn sterku liði Króatíu ytra, 2-0. Heimir segir að tapleikir sitji aldrei vel í sér. „En við erum samt ekkert búnir að dvelja lengi við þennan leik. Það verður nægur tími til að kryfja hann fyrir næsta mótsleik, sem verður í mars. Nú viljum við einbeita okkur að Möltu.“Langflestir fá mínútur Líklegt er að leikmenn sem hafa staðið að mestu fyrir utan byrjunarlið Íslands fái tækifæri í kvöld. Aron Elís Þrándarson er reyndar ekki leikfær eftir að hafa tognað á æfingu og þá er Gylfi Þór Sigurðsson tæpur vegna meiðsla og mun því líklega ekkert koma við sögu. „Vonandi getum við gefið langflestum leikmönnum mínútur í þessari ferð. Það hefur verið vaninn hjá okkur þegar við eigum vináttulandsleik eftir mótsleik,“ segir Heimir og nefnir tvær ástæður fyrir mikilvægi þess. „Við höfum fyrir það fyrsta lent í bæði leikbönnum og meiðslum eftir EM í sumar. Þá er gott að eiga leikmenn sem hafa spilað með okkur og verið í ákveðnum hlutverkum,“ segir Heimir. „Svo þurfum við líka að hugsa til framtíðar. Við verðum ekki með sama byrjunarliðið endalaust. Nýir menn verða að fá að spila og því nálgumst við þennan leik með það í huga að bæði auka breiddina og hugsa líka til framtíðar.“Þetta er alvöru leikur Þrátt fyrir gott gengi okkar manna í keppnisleikjum síðastliðin ár hafa úrslitin ekki verið jafn góð í vináttulandsleikjum. Heimir segist vilja vinna alla leiki sem liðið fer í en segir þó að aðaláherslan verði á að leikmenn nýti tækifærið og standi sig vel. „Margir hafa nýtt sér vináttulandsleiki til að smokra sér inn í byrjunarliðið í mótsleikjum. Þetta er því stórt tækifæri fyrir okkar leikmenn og menn eiga því að sjálfsögðu að líta á leikinn sem alvöruleik – þó svo að hann heiti vináttulandsleikur,“ sagði Heimir enn fremur. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og lið eru dæmd af úrslitum. En aðalmálið er að frammistaðan verði góð og menn leggi allt sitt í verkefnið. Þegar fram líða stundir verður það það sem mestu máli skiptir. Við viljum því hvort tveggja – góðan leik og sigur.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Sjá meira