Umfjöllun: Malta - Ísland 0-2 | Strákarnir gerðu það sem til þurfti á Möltu | Sjáðu mörkin Stefán Árni Pálsson skrifar 15. nóvember 2016 20:00 Arnór Ingvi Traustaon skoraði sitt fimmta mark í tólf landsleikjum. vísir/getty Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland Íslenski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Íslands vann 2-0 sigur á Möltu í vináttulandsleik sem fram fór á Qali-vellinum í kvöld. Arnór Ingvi Traustason og Sverrir Ingason gerðu sitt markið hvor í leiknum og komu þau bæði í síðari hálfleiknum. Leikurinn fór hálf rólega af stað í Möltu og voru bæði lið lengi að finna taktinn. Íslendingar meira með boltann frá fyrstu mínútum en til að byrja með var Viðar Örn Kjartansson eini sóknarmaður íslenska liðsins sem var með lífsmarki. Hann fékk nokkur fín færi en náði ekki að koma boltanum í netið. Þegar leið á fyrri hálfleikinn batnaði leikur Íslands til muna og fékk Elías Már til að mynda fínt færi þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Þá fékk hann sendingu inn í vítateig heimamanna frá Arnóri Smárasyni og náði fínum skalla á markið. Hogg, markvörður Maltverja, varði einfaldlega stórkostlega. Heilt yfir náði íslenska liðið sér ekki á strik í fyrri hálfleiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Íslenska liðið fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum og það tók Arnór Ingva Traustason aðeins tvær mínútur að koma Íslandi í 1-0. Arnór fékk boltann inni í vítateig Maltverja, snéri sér við á punktinum og þrumaði boltanum í vinstra hornið, alveg óverjandi fyrir Hogg í markinu. Þegar leið á síðari hálfleikinn fóru byrjunarliðsmenn að koma inn af bekknum og hafði það í raun lítil áhrif á leik liðsins. Íslensku strákarnir sýndu í kvöld að liðið getur fagmannlega unnið mótherja sem þeir eiga að vinna. Þegar stundarfjórðungur var eftir að leiknum skallaði Sverrir Ingason boltann í netið eftir hornspyrnu frá Jóhanni Bergi Guðmundssyni. Fínasta Blikamark en fátt markvergt átti sér stað út leikinn og niðurstaðan því þægilegur 2-0 sigur Íslands. Ísland mætir Kósavó ytra í undankeppni HM í mars á næsta ári. Nú taka við nokkrir frímánuðir frá landsliðsverkefnum. Leikurinn í kvöld var síðasti landsleikur Íslands á árinu 2016, án efa besta landsliðsár íslensks karlalandsliðs í knattspyrnu en liðið komst í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi.Malta 0-1 Ísland Malta 0-2 Ísland
Íslenski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira