Múslimi kosinn sem borgarstjóri í London Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. maí 2016 07:00 Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira