Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 13:07 Frjálslegar grasreykingar á Solstice-hátíðinni vöktu athygli tíðindamanna Vísis. „Fólk var bara að reykja gras eins og sígarettur. Ég varð svo hissa. Þetta var bara eins og að vera í Kristjaníu eða eitthvað,“ segir einn viðmælenda Vísis. „Þegar ég var unglingur var þetta mjög falið.“ Fjöldi fólks sem var á Secret Solstice-hátíðinni hefur greint blaðamanni Vísis frá því að kannabis, eða gras, hafi verið mikið notað á hátíðinni sem stóð yfir um helgina. Einn sagði að hann hafi hreinlega þurft að grípa andann á lofti áður en hann stakk sér inn í Laugardalshöllina þar sem hin magnaða Die Antwoord, suðurafríkanska hljómsveitin tryllti lýðinn. Svo mikið var grasskýið þar innan dyra. Lögreglan upplýstir, í samtali við Vísi að átta fíkniefnamál hafi komið upp í tengslum við hátíðina. Og þá er verið að tala um alla flóruna; kannabis, amfetamín, kókaín og e-töflur. Allt reyndust þetta minniháttar mál. Framkvæmdar voru tvær húsleitir í tengslum við haldlagningu efnanna og fannst þá meira.Die Antwoord trylltu lýðinn í Laugardalshöllinni.GettyLögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum pústrum en þar á bæ er búist við því að kærur gætu hugsanlega litið dagsins ljós er líður á vikuna. Sú er reynslan. Samkvæmt lögreglunni fór ekkert á milli mála að talsverð neysla kannabis var á hátíðinni, en ekki voru neinar sérstakar aðgerðir af hálfu lögreglu að þessu sinni, við að gera slíkt upptækt. Hvort sem það er vegna þess að þar er undirmannað eða sú staðreynd að lögreglan hefur mátt sæta harðri gagnrýni á undanförnum árum fyrir aðgerðir af því tagi, svo sem frá Snarrótinni og Pétri Þorsteinssyni, í því sem fullyrt er að séu brot gegn borgaralegum réttindum, skal ósagt látið. Hitt er víst að talsverðar viðhorfsbreytingar virðist gæta hvað varðar neyslu á grasi; sé miðað við það hvernig einn af mörgum sjónarvottum lýsir frjálslegum reykingunum. Tengdar fréttir Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
„Fólk var bara að reykja gras eins og sígarettur. Ég varð svo hissa. Þetta var bara eins og að vera í Kristjaníu eða eitthvað,“ segir einn viðmælenda Vísis. „Þegar ég var unglingur var þetta mjög falið.“ Fjöldi fólks sem var á Secret Solstice-hátíðinni hefur greint blaðamanni Vísis frá því að kannabis, eða gras, hafi verið mikið notað á hátíðinni sem stóð yfir um helgina. Einn sagði að hann hafi hreinlega þurft að grípa andann á lofti áður en hann stakk sér inn í Laugardalshöllina þar sem hin magnaða Die Antwoord, suðurafríkanska hljómsveitin tryllti lýðinn. Svo mikið var grasskýið þar innan dyra. Lögreglan upplýstir, í samtali við Vísi að átta fíkniefnamál hafi komið upp í tengslum við hátíðina. Og þá er verið að tala um alla flóruna; kannabis, amfetamín, kókaín og e-töflur. Allt reyndust þetta minniháttar mál. Framkvæmdar voru tvær húsleitir í tengslum við haldlagningu efnanna og fannst þá meira.Die Antwoord trylltu lýðinn í Laugardalshöllinni.GettyLögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum pústrum en þar á bæ er búist við því að kærur gætu hugsanlega litið dagsins ljós er líður á vikuna. Sú er reynslan. Samkvæmt lögreglunni fór ekkert á milli mála að talsverð neysla kannabis var á hátíðinni, en ekki voru neinar sérstakar aðgerðir af hálfu lögreglu að þessu sinni, við að gera slíkt upptækt. Hvort sem það er vegna þess að þar er undirmannað eða sú staðreynd að lögreglan hefur mátt sæta harðri gagnrýni á undanförnum árum fyrir aðgerðir af því tagi, svo sem frá Snarrótinni og Pétri Þorsteinssyni, í því sem fullyrt er að séu brot gegn borgaralegum réttindum, skal ósagt látið. Hitt er víst að talsverðar viðhorfsbreytingar virðist gæta hvað varðar neyslu á grasi; sé miðað við það hvernig einn af mörgum sjónarvottum lýsir frjálslegum reykingunum.
Tengdar fréttir Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33