Kannabisský yfir Laugardalnum um helgina Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 13:07 Frjálslegar grasreykingar á Solstice-hátíðinni vöktu athygli tíðindamanna Vísis. „Fólk var bara að reykja gras eins og sígarettur. Ég varð svo hissa. Þetta var bara eins og að vera í Kristjaníu eða eitthvað,“ segir einn viðmælenda Vísis. „Þegar ég var unglingur var þetta mjög falið.“ Fjöldi fólks sem var á Secret Solstice-hátíðinni hefur greint blaðamanni Vísis frá því að kannabis, eða gras, hafi verið mikið notað á hátíðinni sem stóð yfir um helgina. Einn sagði að hann hafi hreinlega þurft að grípa andann á lofti áður en hann stakk sér inn í Laugardalshöllina þar sem hin magnaða Die Antwoord, suðurafríkanska hljómsveitin tryllti lýðinn. Svo mikið var grasskýið þar innan dyra. Lögreglan upplýstir, í samtali við Vísi að átta fíkniefnamál hafi komið upp í tengslum við hátíðina. Og þá er verið að tala um alla flóruna; kannabis, amfetamín, kókaín og e-töflur. Allt reyndust þetta minniháttar mál. Framkvæmdar voru tvær húsleitir í tengslum við haldlagningu efnanna og fannst þá meira.Die Antwoord trylltu lýðinn í Laugardalshöllinni.GettyLögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum pústrum en þar á bæ er búist við því að kærur gætu hugsanlega litið dagsins ljós er líður á vikuna. Sú er reynslan. Samkvæmt lögreglunni fór ekkert á milli mála að talsverð neysla kannabis var á hátíðinni, en ekki voru neinar sérstakar aðgerðir af hálfu lögreglu að þessu sinni, við að gera slíkt upptækt. Hvort sem það er vegna þess að þar er undirmannað eða sú staðreynd að lögreglan hefur mátt sæta harðri gagnrýni á undanförnum árum fyrir aðgerðir af því tagi, svo sem frá Snarrótinni og Pétri Þorsteinssyni, í því sem fullyrt er að séu brot gegn borgaralegum réttindum, skal ósagt látið. Hitt er víst að talsverðar viðhorfsbreytingar virðist gæta hvað varðar neyslu á grasi; sé miðað við það hvernig einn af mörgum sjónarvottum lýsir frjálslegum reykingunum. Tengdar fréttir Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Fólk var bara að reykja gras eins og sígarettur. Ég varð svo hissa. Þetta var bara eins og að vera í Kristjaníu eða eitthvað,“ segir einn viðmælenda Vísis. „Þegar ég var unglingur var þetta mjög falið.“ Fjöldi fólks sem var á Secret Solstice-hátíðinni hefur greint blaðamanni Vísis frá því að kannabis, eða gras, hafi verið mikið notað á hátíðinni sem stóð yfir um helgina. Einn sagði að hann hafi hreinlega þurft að grípa andann á lofti áður en hann stakk sér inn í Laugardalshöllina þar sem hin magnaða Die Antwoord, suðurafríkanska hljómsveitin tryllti lýðinn. Svo mikið var grasskýið þar innan dyra. Lögreglan upplýstir, í samtali við Vísi að átta fíkniefnamál hafi komið upp í tengslum við hátíðina. Og þá er verið að tala um alla flóruna; kannabis, amfetamín, kókaín og e-töflur. Allt reyndust þetta minniháttar mál. Framkvæmdar voru tvær húsleitir í tengslum við haldlagningu efnanna og fannst þá meira.Die Antwoord trylltu lýðinn í Laugardalshöllinni.GettyLögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af nokkrum pústrum en þar á bæ er búist við því að kærur gætu hugsanlega litið dagsins ljós er líður á vikuna. Sú er reynslan. Samkvæmt lögreglunni fór ekkert á milli mála að talsverð neysla kannabis var á hátíðinni, en ekki voru neinar sérstakar aðgerðir af hálfu lögreglu að þessu sinni, við að gera slíkt upptækt. Hvort sem það er vegna þess að þar er undirmannað eða sú staðreynd að lögreglan hefur mátt sæta harðri gagnrýni á undanförnum árum fyrir aðgerðir af því tagi, svo sem frá Snarrótinni og Pétri Þorsteinssyni, í því sem fullyrt er að séu brot gegn borgaralegum réttindum, skal ósagt látið. Hitt er víst að talsverðar viðhorfsbreytingar virðist gæta hvað varðar neyslu á grasi; sé miðað við það hvernig einn af mörgum sjónarvottum lýsir frjálslegum reykingunum.
Tengdar fréttir Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Fólk hafði stillt sér upp í röð um áttaleytið. 19. júní 2016 22:57
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33