Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. vísir/ernir Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kynferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukkan átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, www.rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir ein skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldislausar aðgerðir - meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hallgrímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarásinni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðgun. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátar „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær.“ Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hótunum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46,000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira