Innflutningur á ferskum kjötvörum auki hættu á sýklalyfjaónæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 20:15 Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira