Forsætisráðherra segir aldrei hægt að gera nóg í aðstoð við flóttamenn Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2016 18:50 Forsætisráðherra er ánægður með hvað flóttamannaaðstoð Íslendinga skilar sér vel til Líbanon en aldrei sé hægt að gera nóg í slíkri aðstoð. Ingibjörg Davíðsdóttir Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Forsætisráðherra segir að heimsókn hans til Líbanon staðfesti að fjölbreytt aðstoð Íslendinga skili sér mjög vel til flóttamanna í landinu. Auðvitað sé alltaf hægt að gera meira við erfiðar aðstæður sem þessar og mikilvægt að umheimurinn styðji við nágrannaríki Sýrlands sem hafi tekið við miklum fjölda flóttamanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur átt fundi með forsætisráðherra Líbanon og fleiri forystumönnum í Beirút í heimsókn sinni þangað en einnig kynnt sér aðstæður flóttamanna á svæðinu af eigin raun og rætt við hjálparstarfsmenn. „Þetta er auðvitað mjög ólíkt þeim aðstæðum sem við eigum að venjast á Íslandi. Þegar maður sér fólk búa við erfiðar aðstæður þá hefur það auðvitað mikil áhrif á mann. En um leið hefur það líka áhrif á mann að sjá að hjálparstarfið skiptir alveg ótrúlega miklu máli,“ segir Sigmundur Davíð. Hann heyri að margir í Líbanon hefðu haft áhyggjur af því að flóttamenn þar gleymdust vegna átakanna í Sýrlandi og straums flóttafólks beint til Evrópu. En Íslendingar hafa stutt við flóttamannaaðstoð í Líbanon með fjölbreyttum hætti, m.a. varðandi heilbrigðisþjónustu ýmiss konar. „Þetta eru líka hlutir eins og sálfræðiaðstoð og jafnvel bara grunnþarfir eins og matvæli og hreinlætisvörur. Þannig að á mjög fjölbreytilegan hátt er þetta hjálparstarf að hafa mikil áhrif hér,“ segir forsætisráðherra. Á morgun mun Sigmundur Davíð heimsækja aðrar flóttamannabúðir í Líbanon og funda með yfirmönnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann mun einnig kynna sér starfsemi nokkurra stofnanna samtakanna en um 25 stofnanir Sameinuðu þjóðanna eru með starfsemi í Líbanon.Hefur þetta haft þannig áhrif á þig að þú munir jafnvel leggja til að við gerum betur og meira en við höfum gert? „Eðli þessa málaflokks er auðvitað þannig að það verður aldrei hægt að gera það mikið að menn geti sagst vera að gera nóg,“ segir Sigmundur Davíð. Hins vegar hafi áhersla Íslendinga og fleiri að vinna út frá heildstæðum tillögum sem veiti aðstoð á staðnum og geri flóttafólki t.a.m. kleift að koma hingað til lands beint úr flóttmannabúðum mælst vel fyrir. „Það má ekki gleymast að það er auðvitað gríðarlegt álag á þessum löndum í kringum Sýrland. Sérstaklega á Líbanon sem er lítið land en með mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sigmundur Davíð í Líbanon: Lærdómsríkur dagur við erfiðar aðstæður Forsætisráðherra heimsótti í dag flóttamannabúðir og fundaði með forsætisráðherra Líbanons. 1. febrúar 2016 19:15
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent