Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2016 16:11 Árni Páll Árnason og Illugi Gunnarsson. Vísir „Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “ Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Það er enginn tími til að fjalla um það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um frumvarp Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki. Málinu var dreift á Alþingi á gær en stjórnarandstaðan tók það ekki í mál að það færi á dagskrá þingsins í dag því enginn tími væri til að fjalla um það.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, hefur efasemdir um frumvarp Illuga.„Það er verið að klára þingstörf á morgun og það eru engin mál á dagskrá nema þau sem geta farið umræðulaust í gegn og þetta er ekki þannig mál og ljóst að menn þurfa að fá að ræða það og mikið sleifarlag af hálfu ráðherrans að vera búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu. Það hefði verið hægt að kynna innihald fyrir löngu síðan og þá hefði verið auðveldara að taka það til umræðu,“ segir Árni Páll. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarpið er alls ekki óumdeilt og hefur Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, til að mynda sagt að þetta fyrirkomulag sem boðað er í frumvarpinu geti dregið úr jafnrétti til náms. Í viðtali við RÚV sagði hann að endurgreiðslukerfi þess, að lántakendur greiði til baka óháð efnahag og tekjum, geta orðið afar þungt fyrir þá sem fá ekki miklar tekjur að námi loknu. Hann sagði þetta leiða til þess að þær greinar sem lofa góðu varðandi tekjur verði vinsælli en aðrar og það geti leitt til einsleitari hópa. Árni Páll sagði enga leið að setja svo umdeilt mál sem eru nýkomin fram á dagskrá og moka þeim í gegnum fyrstu umræðu, án nokkurrar umræðu. „Ríkisstjórnin ræður þingdagskránni og búin að gefa út að þingfundur eigi að klárast á morgun og það verður að vinna í samræmi við það. Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur. Það er lærdómurinn af þessu eins og svo oft áður. Þegar mál koma allt of seint fram og hafa aldrei verið kynnt. “
Tengdar fréttir Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44 Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Segir fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN líta vel út við fyrstu sýn. 27. maí 2016 15:44
Þingmaður Pírata telur LÍN-frumvarpið glópagull Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir að nýtt frumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um Lánasjóð íslenskra námsmanna sé á heildina litið mjög slæmt. 1. júní 2016 09:40