Gylfi Þór: Lofa ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 20:58 Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal." EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira
Miðjumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson lofar íslensku þjóðinni að liðið verði klárt gegn Portúgal í Saint-Etienne þann 14. júní eftir að liðið tapaði gegn Noregi í kvöld í vináttulandsleik. „Við gætum örugglega talað hérna í tíu til fimmtán mínútur, en við vorum bara lélegir. Við vorum þungir og byrjuðum leikinn skelflilega," sagði Gylfi Þór í leikslok. „Við fórum að spila aðeins betur í síðari hálfleik og Theódór Elmar kom frábær inn í bakvörðinn. Hann fór að vinna fleiri skallabolta og þar af leiðandi vorum við meiri með boltann, þar af leiðandi gekk þetta betur í síðari hálfleik." Gylfi segir að fyrri hálfleikurinn sé ekki áhyggjuefni heldur sé þetta gott að fá þetta í andlitið þegar enn er smá tími í mótið. „Nei, ég held að það sé bara mjög gott að fá svona sleggju í andlitið á okkur. Við erum komnir niður á jörðina núna og við þurfum að leggja mjög mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum ekki að steinliggja í Frakklandi." „Það eru margir leikmenn sem eru hvíldir í dag og auðvitað er skrýtið að spila svona leik þar sem þú vilt vinna leikinn, en þú vilt alls ekki meiðast. Það eru tvær vikur í Frakkland." „Ég segi það bara sjálfur að ég fór ekki í neina tæklingu og tók enga sénsa, þannig að þetta er dálítið skrýtið. Við vorum bara ekki nægilega góðir og þegar við erum að spila þannig erum við langt frá því að vinna lið eins og Noreg." Varnarleikurinn hefur verið slakur í æfingarleikjunum undanfarið. „Hannes heldur alltaf hreinu. Hann er toppmaður," gantaðist Gylfi, en hélt svo áfram: „Í fyrsta markinu var skotið í Sverrir og Ögmundur gat ekki gert mikið í því. Í öðru markinu er það aukaspyrnan og það erfitt þegar þetta er svona nálægt. Ég veit það sjálfur. Ef þú hittir í hornið þá nær markmaðurinn ekki boltanum." „Ég get tekið þriðja markið á mig að ég hefði skallað boltann ef ég væri betri í hálsinum, þá hefði það ekki komið. Þegar þú breytir um nokkra leikmenn í vörninni þá riðlast skipulagið aðeins og það kemur smá óöryggi. Þegar við erum að spila með okkar alla lið og þegar allir standa sig vel þá erum við í hörkuformi." „Auðvitað þurfum við að átta okkur á því að við þurfum leggja mikið á okkur næstu tvær vikur ef við ætlum að spila betur en í kvöld, en við skulum ekki alveg missa okkur þrátt fyrir 3-2 tap gegn Noregi." „Hannes, Kári og fleiri eru búnir að vera með smávægileg meiðsli og þurftu hvíld til þess að vera í Frakklandi, en svo voru það ég og fleiri sem þurftum að fá 90 mínútur útaf það var svo langt síðan við spiluðum," sagði Gylfi og bætti við að lokum: „Við erum ekki alveg á svipuðum stöðum hvað varðar leikform, en ég get lofað ykkur því að við verðum klárir gegn Portúgal."
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42 Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35 Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30 Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25 Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Sjá meira
Eiður Smári: Þetta vekur okkur Spilamennska íslenska liðsins gegn Noregi í kvöld kom Eiði Smára Guðjohnsen ekki á óvart. 1. júní 2016 20:42
Kolbeinn: Þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur Kolbeinn Sigþórsson, framherji Íslands, segir að strákarnir þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af tapinu gegn Noregi í vináttulandsleik í dag. 1. júní 2016 20:35
Umfjöllun: Noregur - Ísland 3-2 | Reiðarslag í Noregi Íslenska landsliðið leit ekki vel út í næstsíðasta æfingaleik sínum fyrir EM í Frakklandi. 1. júní 2016 19:30
Ragnar: Auðvitað viljum við ekkert vera að drulla á okkur í æfingarleikjum Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, var svekktur með frammistöðuna í tapi gegn Noregi í kvöld, en segir að það sé ekki hægt að bera saman vináttulandsleiki og leikina á EM. 1. júní 2016 20:25
Alfreð: Við vitum að þetta var dapurt Framherjinn Alfreð Finnbogason var að vonum ekki kátur með leik íslenska liðsins í Osló í kvöld. 1. júní 2016 20:28