Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Una Sighvatsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 12:22 vísir/getty Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Kynjaskiptingar á almenningsklósettum eru víðar í umræðunni en á Íslandi, því í Bandaríkjunum komst dómstóll að þeirri niðurstöðu í gær að háskólanum í Norður-Dakóta sé skylt að heimila trans-nemendum og starfsfólki að nota þau salerni sem samræmast kynvitund þeirra. Aðskilnaður kynjanna var aflagður á klósettum í Verzlunarskóla Íslands við upphaf nýs skólaárs, af tillitsemi við þá nemendur sem eru óvissir um kyn sitt, líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um í vikunni. Breytingunni var vel tekið innan Verzló, en sömu sögu er ekki alls staðar að segja. Kynjaskipt klósett urðu að heitu deilumáli í Norður-Karólínu í upphafi árs, eftir að stærsta borg ríkisins, Charlotte, samþykkti reglugerð sem heimilaði transfólki að nota almenningssalerni í samræmi við eigin kynvitund. Ríkisstjórn Norður-Karólínu greip inn í með því að setja lög sem skylduðu fólk til þess að nota klósett í samræmi við það kyn sem skráð væri í vegabréf þeirra. Þetta var gert undir því yfirskini að tryggja öryggi kvenna gegn kynferðisbrotum á almenningssalernum og hafa þingmenn í fleiri ríkjum Bandaríkjanna boðað að samskonar frumvörp verði lögð fram. Lögin voru hins vegar einnig harðlega gagnrýnd um öll Bandaríkin fyrir að einkennast af tvíhyggju og fordómum gagnvart fólki sem ekki samsamar sig líffræðilegu kyni sem því er úthlutað við fæðingu. Baráttumenn fyrir réttindum hinsegin fólks hyggjast láta reyna á réttmæti laganna fyrir dómstólum í nóvember, en áfangasigur vannst í gær þegar alríkisdómarinn Thomas Schroeder dæmdi þremur stúdentum við Háskólann í Norður-Karólínu í vil og bannaði skólanum tímabundið að meina stúdentunum að nota klósett að eigin vali og í samræmi við eigin kynvitund. Það gerði hann með þeim rökum að miklar líkur séu á því að að klósettlögin í Norður-Karólínu stangist á við alríkislög Bandaríkjanna. Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. Breska ríkisútvarpið hefur eftir einum stúdentanna sem kærði að niðurstaðan sé honum mikill léttir en að baráttunni ljúki ekki fyrr en lögin sjálf verði afnumin með öllu.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira