Hatrammar deilur múslima um leigu á Ýmishúsi Þórdís Valsdóttir skrifar 2. júní 2016 07:00 Aðstandendur Menningarseturs múslima meinuðu lásasmiði aðgang að Ýmishúsinu í gærmorgun þegar Menningarsetrið var borið út að kröfu Stofnunar múslima, eigenda hússins. vísir/stefán Menningarsetur múslima var borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð í gærmorgun og til átaka kom á milli aðstandenda Menningarsetursins og Stofnunar múslima. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um útburðinn 3. maí síðastliðinn. Ýmishúsið er í eigu Stofnunar múslima og hefur Menningarsetrið verið þar til húsa síðastliðin ár. Deilur milli Menningarsetursins og Stofnunar múslima hafa staðið yfir um langt skeið, en Stofnun múslima heldur því fram að enginn samningur hafi verið í gildi um leigu á húsnæðinu við Skógarhlíð til Menningarsetursins og krafðist því útburðar.Oddgeir Einarsson, lögmaður Menningarsetursins.Mynd/AðsendMenningarsetrið heldur því fram að Stofnun múslima hafi safnað styrktarfé með það að leiðarljósi að kaupa húsnæði undir starfsemi trúfélags múslima. Stofnun múslima er ekki trúfélag, en Menningarsetur múslima er annað tveggja trúfélaga íslam hér á landi. Aðstandendur Menningarsetursins vilja að fasteignin verði skráð undir nafni múslima á Íslandi. Lögregla var viðstödd aðgerðirnar og kalla þurfti eftir liðsauka eftir að ráðist var á Karim Askari, fyrrverandi varaformann Menningarsetursins og núverandi framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. „Þetta var gróf líkamsárás sem átti sér stað á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, ráðist var á hann með steypustyrktarjárni,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima. Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu. Menningarsetrið byggir á því að gerður hafi verið húsaleigusamningur þann 20. desember 2012 til tíu ára sem enn sé í gildi. Samkvæmt Stofnun múslima var gerður annar samningur, sem dagsettur er 21. desember sama ár, sem fellir þann fyrri úr gildi. „Þeir byggja rétt á samningi sem Stofnun múslima telja vera drög að samningi en daginn eftir er gerður samningur sem víkur þeim eldri úr gildi,“ segir Gísli. Aðstandendur Menningarsetursins telja síðari samninginn ekki vera samning í eðli sínu og að skjalið hafi ekki fellt úr gildi leigurétt Menningarsetursins á fullnægjandi hátt. Þá halda þeir því fram að skjalið hafi verið dagsett aftur í tímann og að undirskriftir hafi verið falsaðar. Héraðsdómur taldi það ekki sannað og féllst á kröfu Stofnunar múslima um útburð. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögmanni Menningarsetursins, hefur Stofnun múslima fengið niðurfellingu fasteignagjalda á grundvelli þess að Ýmishúsið sé í leigu til trúfélags og renni það stoðum undir það að leigusamningur hafi verið í gildi á milli félaganna tveggja. Karim Askari segir að til standi að reka margþætta menningarstarfsemi og kennslu í Ýmishúsinu og að húsið verði opnað fyrir öllum þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér íslam. Úrskurði héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Báðir aðilar hafa skilað greinargerðum sínum og vænta má niðurstöðu á næstu dögum eða vikum,“ segir Oddgeir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júníVísir/StefánVísir/Stefán Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Stofnun múslima á Íslandi harmar nauðsyn útburðar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. 1. júní 2016 18:00 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Menningarsetur múslima var borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð í gærmorgun og til átaka kom á milli aðstandenda Menningarsetursins og Stofnunar múslima. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um útburðinn 3. maí síðastliðinn. Ýmishúsið er í eigu Stofnunar múslima og hefur Menningarsetrið verið þar til húsa síðastliðin ár. Deilur milli Menningarsetursins og Stofnunar múslima hafa staðið yfir um langt skeið, en Stofnun múslima heldur því fram að enginn samningur hafi verið í gildi um leigu á húsnæðinu við Skógarhlíð til Menningarsetursins og krafðist því útburðar.Oddgeir Einarsson, lögmaður Menningarsetursins.Mynd/AðsendMenningarsetrið heldur því fram að Stofnun múslima hafi safnað styrktarfé með það að leiðarljósi að kaupa húsnæði undir starfsemi trúfélags múslima. Stofnun múslima er ekki trúfélag, en Menningarsetur múslima er annað tveggja trúfélaga íslam hér á landi. Aðstandendur Menningarsetursins vilja að fasteignin verði skráð undir nafni múslima á Íslandi. Lögregla var viðstödd aðgerðirnar og kalla þurfti eftir liðsauka eftir að ráðist var á Karim Askari, fyrrverandi varaformann Menningarsetursins og núverandi framkvæmdastjóra Stofnunar múslima. „Þetta var gróf líkamsárás sem átti sér stað á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, ráðist var á hann með steypustyrktarjárni,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima. Árásarmaðurinn var handtekinn af lögreglu. Menningarsetrið byggir á því að gerður hafi verið húsaleigusamningur þann 20. desember 2012 til tíu ára sem enn sé í gildi. Samkvæmt Stofnun múslima var gerður annar samningur, sem dagsettur er 21. desember sama ár, sem fellir þann fyrri úr gildi. „Þeir byggja rétt á samningi sem Stofnun múslima telja vera drög að samningi en daginn eftir er gerður samningur sem víkur þeim eldri úr gildi,“ segir Gísli. Aðstandendur Menningarsetursins telja síðari samninginn ekki vera samning í eðli sínu og að skjalið hafi ekki fellt úr gildi leigurétt Menningarsetursins á fullnægjandi hátt. Þá halda þeir því fram að skjalið hafi verið dagsett aftur í tímann og að undirskriftir hafi verið falsaðar. Héraðsdómur taldi það ekki sannað og féllst á kröfu Stofnunar múslima um útburð. Samkvæmt Oddgeiri Einarssyni, lögmanni Menningarsetursins, hefur Stofnun múslima fengið niðurfellingu fasteignagjalda á grundvelli þess að Ýmishúsið sé í leigu til trúfélags og renni það stoðum undir það að leigusamningur hafi verið í gildi á milli félaganna tveggja. Karim Askari segir að til standi að reka margþætta menningarstarfsemi og kennslu í Ýmishúsinu og að húsið verði opnað fyrir öllum þeim sem áhuga hafa á því að kynna sér íslam. Úrskurði héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. „Við erum að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Báðir aðilar hafa skilað greinargerðum sínum og vænta má niðurstöðu á næstu dögum eða vikum,“ segir Oddgeir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júníVísir/StefánVísir/Stefán
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15 Stofnun múslima á Íslandi harmar nauðsyn útburðar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. 1. júní 2016 18:00 Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53 Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Lásasmiður mætti andspyrnu múslima við Ýmishúsið Fjölmenn lið lögreglu mætti á svæðið þar sem átti að bera Menningarsetur múslima úr húsinu. 1. júní 2016 10:15
Stofnun múslima á Íslandi harmar nauðsyn útburðar Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Stofnun múslima á Íslandi. 1. júní 2016 18:00
Karim Askari er dapur þrátt fyrir sigur og telur ímynd múslima hafa skaðast Til stendur að opna Ýmishúsið og láta það þjóna margvíslegu menningarhlutverki. 1. júní 2016 13:53
Hnefar á lofti við Ýmishúsið: Lögreglumenn á sokkunum þurftu að snúa niður mann Félagi í Menningarsetri múslima réðst á framkvæmdastjóra Stofnunar múslima á Íslandi í morgun. 1. júní 2016 12:06