Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Una Sighvatsdóttir skrifar 25. janúar 2016 13:29 Kári Stefánsson stefnir að því að safna minnst 100 þúsund undirskriftum við kröfu sína. Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki." Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríflega 43 þúsund undirskriftir hafa nú safnast við kröfu Kára Stefánssonar um að 11% af vergri landsframleiðslu Íslands verði varið til reksturs heilbrigðiskerfisins. Í dag er staðan sú að Íslendingar eyða því sem nemur 8,7% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru heildarframlög í málaflokkinn, bæði frá ríki og einkaaðilum. Sé litið til samanburðar við önnur OECD ríki sést að þar tróna Bandaríkin á toppnum, því ekkert annað ríki ver meiru til heilbrigðismála eða 16,4%. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir en skýringin er sú að litið er til heildarútgjalda. Aðeins tæpur helmingur þess er hinsvegar opinber framlög. Ísland er rétt undir OECD meðaltalinu með sín 8,7%, en ríkið ber hinsvegar stærri hluta kostnaðarins hér en víða annars staðar, eða um 80%. Kári vill að Íslendingar hækki hlutfallið úr vergri landsframleiðslu úr 8,7% upp í 11% en setur í undirskriftarsöfnun sinni ekki fram kröfu um hvort 11% eigi öll að koma úr ríkissjóði. Hann hefur þó eigin persónulegu skoðun á því hvernig hann myndi vilja haga málunum. „Þetta eru heildarútgjöld til reksturs heilbrigðiskerfinu og eins og stendur þá erum við með það í sambland það sem kemur frá ríkinu annars vegar og það sem við borgum úr eigin vasa hinsvegar. En í minni útópíu þá ætti það allt að koma úr sjúkratryggingum." Eins og staðan er núna eru útgjöld ríkisins eins til heilbrigðisþjónustu 7,6%, en heildarútgjöld í málaflokkinn 8,6% þegar einkaframlög bætast við. Kári segir það ekki sitt að útfæra hvaðan féð verði sótt, hann vilji einfaldlega spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Kári segist einfaldlega vilja spyrja hvort þjóðin sé sammála honum um hve stór hluti af kökunni eigi að fara í heilbrigðiskerfið. Það sé ekki hans að útfæra hvaðan féð verði sótt. „Ég er á þeirri skoðun að kostnaður í heilbrigðisþjónustu eigi allur að koma frá ríkinu. Ég held því fram að við eigum að vera með almennilegt almannatryggingakerfi þegar kemur að heilbirgðismálum. Þannig að mér finnst persónulega þessi hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt þegar þeir koma inn á slysavarðsstofu sé heldur léleg. Mér finnst hún ósmekkleg, mér finnst hún ljót, mér finnst hún köld. Mér finnst hún óásættanleg. En það er annað mál, það er spurning um útfærslu á því hvernig við gerum þetta. Það sem skiptir messtu máli er að við sjáum til þess að þetta heilbirgðiskerfi sé fjármagnað til þess að sinna sínu hlutverki."
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira