Krefjast þess að Alda Hrönn verði dæmd og svipt embætti sínu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2016 22:27 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Pjetur Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða saka Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um brot í starfi og krefjast þess að hún verði ákærð og gerð þyngsta refsing sem lög leyfa. Þá vilja þeir að hún verði svipt embætti sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.RÚV birti kærurnar á hendur Öldu Hrönn í kvöld. Mennirnir tveir sem kæra hana eru fyrrverandi starfsmaður Nova og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, en hann sætti ákæru í málinu. Þeir saka Öldu Hrönn meðal annars um ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og hlutdeild í dreifingu hefndarkláms.Sjá einnig:Gunnar sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti Tvímenningarnir krefjast þess að meint brot Öldu Hrannar í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð og fara fram á skaðabætur úr hendi hennar. Gunnar Scheving segir Öldu Hrönn hafa borið á sér tilbúnar sakir án tilefnis eða málefnalegra ástæða fyrir grunsemdum. Hún hafi aflað án heimildar afrita af einkasamræðum við trúnaðarvini og notað þau til að hefja rannsókn á sér og tveimur vinum. Hann segir jafnframt að á meðal þeirra gagna sem Alda Hrönn hafi tekið við og dreift án þess að lögreglumál væri í gangi, eða aðstæður hafi réttlætt slíkt athæfi, hafi verið nektarmynd af sér. „Ekki verður annað séð en að athæfi Öldu Hrannar falli undir verknaðarlýsingu á hlutdeild í dreifingu hefndarkláms,“ segir í kærunni, sem birt var í heild á vef RÚV. Gunnar segir afleiðingar þess hafa haft áhrif á sálarlíf sitt og fer fram á skaðabætur úr hendi Öldu. Gunnar fer fram á að meint brot Öldu verði rannsökuð í þaula og að rannsóknarheimildum héraðssaksóknara verði beitt til hins ítrasta. Hæstiréttur sakfelldi Gunnar í janúar síðastliðnum fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnarnar tengdust starfi hans, en var sá ákæruliður felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Gunnari var ekki gerð refsing í málinu en Hæstiréttur leit meðal annars til þess að hann hefur ekki hlotið dóm áður. Ríkissaksóknari sagði í samtali við RÚV í mars í fyrra að gögn gæfu ekki til kynna að nokkuð sé hæft í þeim fullyrðingum Gunnars um að málið hafi verið rannsakað án heimildar af Öldu Hrönn. Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Tveir sakborningar í LÖKE-málinu svokallaða saka Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi varalögreglustjóra á Suðurnesjum og núverandi aðallögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um brot í starfi og krefjast þess að hún verði ákærð og gerð þyngsta refsing sem lög leyfa. Þá vilja þeir að hún verði svipt embætti sínu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.RÚV birti kærurnar á hendur Öldu Hrönn í kvöld. Mennirnir tveir sem kæra hana eru fyrrverandi starfsmaður Nova og lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, en hann sætti ákæru í málinu. Þeir saka Öldu Hrönn meðal annars um ærumeiðandi aðdróttanir, rangar sakargiftir og hlutdeild í dreifingu hefndarkláms.Sjá einnig:Gunnar sýknaður í héraðsdómi en sakfelldur í Hæstarétti Tvímenningarnir krefjast þess að meint brot Öldu Hrannar í tengslum við rannsókn LÖKE-málsins verði rannsökuð og fara fram á skaðabætur úr hendi hennar. Gunnar Scheving segir Öldu Hrönn hafa borið á sér tilbúnar sakir án tilefnis eða málefnalegra ástæða fyrir grunsemdum. Hún hafi aflað án heimildar afrita af einkasamræðum við trúnaðarvini og notað þau til að hefja rannsókn á sér og tveimur vinum. Hann segir jafnframt að á meðal þeirra gagna sem Alda Hrönn hafi tekið við og dreift án þess að lögreglumál væri í gangi, eða aðstæður hafi réttlætt slíkt athæfi, hafi verið nektarmynd af sér. „Ekki verður annað séð en að athæfi Öldu Hrannar falli undir verknaðarlýsingu á hlutdeild í dreifingu hefndarkláms,“ segir í kærunni, sem birt var í heild á vef RÚV. Gunnar segir afleiðingar þess hafa haft áhrif á sálarlíf sitt og fer fram á skaðabætur úr hendi Öldu. Gunnar fer fram á að meint brot Öldu verði rannsökuð í þaula og að rannsóknarheimildum héraðssaksóknara verði beitt til hins ítrasta. Hæstiréttur sakfelldi Gunnar í janúar síðastliðnum fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Upphaflega var hann einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnarnar tengdust starfi hans, en var sá ákæruliður felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Gunnari var ekki gerð refsing í málinu en Hæstiréttur leit meðal annars til þess að hann hefur ekki hlotið dóm áður. Ríkissaksóknari sagði í samtali við RÚV í mars í fyrra að gögn gæfu ekki til kynna að nokkuð sé hæft í þeim fullyrðingum Gunnars um að málið hafi verið rannsakað án heimildar af Öldu Hrönn.
Tengdar fréttir Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58 Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. 14. janúar 2016 16:58
Sakborningar í LÖKE-málinu hafa kært Öldu Hrönn Tveir sakborningar í Löke-málinu hafa lagt fram kæru á hendur Öldu Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðing lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir meint brot í starfi. 14. apríl 2016 22:13