Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2016 23:27 Skúli segir það eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Vísir/Anton/Stefán Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Hann segir það jafnframt eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Hann segist jafnframt gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að efla traust almennings á dómstólum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.Sjá einnig:Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan „Í fyrsta lagi þá er afskaplega eðlilegt að það sé verið að fjalla um hagsmunatengsl dómara og það er virðingarvert að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki gagnvart dómstólum með því að taka til skoðunar hvort að þeir hafi tilkynnt sín aukastörf og sín hagsmunatengsl samkvæmt reglum,“ segir Skúli í samtali við Vísi. „En að því sögðu þá er óljóst eftir fréttaflutning dagsins hvort að þarna er einhver misbrestur á tilkynningum. Það liggur fyrir að báðir dómarar tilkynntu um sína hlutabréfaeign og það á einfaldlega eftir að koma fram hvort að þarna var einhver vanræksla á tilkynningum.“ Skúli segir jafnframt að erfitt sé að átta sig á hvort að Markús hafi verið vanhæfur til að fjalla um mál sem lutu að stjórnendum Glitnis. „Svo er hitt annað mál hvort að þessir dómarar voru vanhæfir í einhverjum málum sem lutu þá annað hvort að stjórnendum Glitnis eða ákveðinna fjármálastofnana, eða þá að þessum slitabúum sem áttu í hlut. Það er nú mjög erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli eða hvers vegna þessir dómarar áttu að vera vanhæfir. Það kom ekki skýrt fram,“ segir Skúli. „Það er einfaldlega eitthvað sem á þá eflaust eftir að upplýsa nánar um. Það sem þarna kom fram var að þessir dómarar höfðu átt hluti í Glitni og þeir höfðu held ég báðir ekki hagnast á þeim viðskiptum, ef ég man rétt. Og hvernig þetta síðan tengist og á að gera þá vanhæfa til að fjalla um einhver mál sem lúta að slitabúi Glitnis síðar eða stjórnendum Glitnis það er pínulítið óljóst.“Markús Sigurbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSkýra þurfi nánar um hugsanlegt vanhæfi Skúli segist vona að málið upplýsist frekar og að allar upplýsingar komi fram í málinu. „Ég vona að þetta mál upplýsist frekar vegna þess að það er mjög brýnt að það sé allt upp á borðum og ég legg áherslu á að aðilar þessara mála þar sem að er verið að tala um vanhæfi eða hugsanlegt vanhæfi, áttu rétt á öllum upplýsingum frá nefnd um störf dómara. Og það er ekki komið fram að þeir hafi óskað eftir einhverjum upplýsingum frá nefnd um störf dómara eða hvað þá síður að hæfi þessara dómara hafi verið dregið í efa á einhverjum tímapunkti. þannig að þetta er allt saman frekar óljóst.“ Hann segir jafnframt að skýra þurfi nánar hugleiðingar um að dómarar hafi verið vanhæfir og að dómurum beri að gæta hæfi sínu sjálfir. „Ég vona að það komi betur fram hvað var tilkynnt og hvort það hafi verið einhver vanræksla. Hvort þeir hafi verið vanhæfir er svo önnur spurning.“Heilbrigð og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi Skúli segir það alvarlegt þegar trúverðugleiki æðsta dómstóls landsins sé dreginn í efa. „Það er auðvitað ekki neitt gamanmál þegar trúverðugleiki hæstaréttardómara og þar með æðsta dómstóls þjóðarinnar er dreginn í efa. Dómarar líta á það alvarlegum augum þegar fréttir berast um það. En að því sögðu þá verðum við að halda ró okkar og bíða eftir því að allar upplýsingar komi fram. Á sama tíma og þetta er algerlega heilbrigði og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi þá er hún auðvitað ekki neitt sérstaklega skemmtileg.“ Hann segist þó jafnframt gera sér grein fyrir því að fréttir af þessum toga séu ekki til þess fallnar að efla traust á dómstólum. „Ég sem formaður dómarafélagsins geri mér vel grein fyrir því að efasemdir um það hvort að dómarar hafi tilkynnt hagsmuni sína eru ekki til þess fallnar að styrkja trúverðugleika dómstóla eða efla á þeim traust. Það er nú það sem við erum að gera þessi misserin. Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“ Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Hann segir það jafnframt eðlilegt að fjallað sé um hagsmunatengsl dómara og það sé tekið til skoðunar hvort dómarar tilkynni sín aukastörf samkvæmt reglum. Hann segist jafnframt gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að efla traust almennings á dómstólum. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. Hann átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunmálum.Sjá einnig:Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan „Í fyrsta lagi þá er afskaplega eðlilegt að það sé verið að fjalla um hagsmunatengsl dómara og það er virðingarvert að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki gagnvart dómstólum með því að taka til skoðunar hvort að þeir hafi tilkynnt sín aukastörf og sín hagsmunatengsl samkvæmt reglum,“ segir Skúli í samtali við Vísi. „En að því sögðu þá er óljóst eftir fréttaflutning dagsins hvort að þarna er einhver misbrestur á tilkynningum. Það liggur fyrir að báðir dómarar tilkynntu um sína hlutabréfaeign og það á einfaldlega eftir að koma fram hvort að þarna var einhver vanræksla á tilkynningum.“ Skúli segir jafnframt að erfitt sé að átta sig á hvort að Markús hafi verið vanhæfur til að fjalla um mál sem lutu að stjórnendum Glitnis. „Svo er hitt annað mál hvort að þessir dómarar voru vanhæfir í einhverjum málum sem lutu þá annað hvort að stjórnendum Glitnis eða ákveðinna fjármálastofnana, eða þá að þessum slitabúum sem áttu í hlut. Það er nú mjög erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli eða hvers vegna þessir dómarar áttu að vera vanhæfir. Það kom ekki skýrt fram,“ segir Skúli. „Það er einfaldlega eitthvað sem á þá eflaust eftir að upplýsa nánar um. Það sem þarna kom fram var að þessir dómarar höfðu átt hluti í Glitni og þeir höfðu held ég báðir ekki hagnast á þeim viðskiptum, ef ég man rétt. Og hvernig þetta síðan tengist og á að gera þá vanhæfa til að fjalla um einhver mál sem lúta að slitabúi Glitnis síðar eða stjórnendum Glitnis það er pínulítið óljóst.“Markús Sigurbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari frá 1. júlí 1994.Vísir/pjeturSkýra þurfi nánar um hugsanlegt vanhæfi Skúli segist vona að málið upplýsist frekar og að allar upplýsingar komi fram í málinu. „Ég vona að þetta mál upplýsist frekar vegna þess að það er mjög brýnt að það sé allt upp á borðum og ég legg áherslu á að aðilar þessara mála þar sem að er verið að tala um vanhæfi eða hugsanlegt vanhæfi, áttu rétt á öllum upplýsingum frá nefnd um störf dómara. Og það er ekki komið fram að þeir hafi óskað eftir einhverjum upplýsingum frá nefnd um störf dómara eða hvað þá síður að hæfi þessara dómara hafi verið dregið í efa á einhverjum tímapunkti. þannig að þetta er allt saman frekar óljóst.“ Hann segir jafnframt að skýra þurfi nánar hugleiðingar um að dómarar hafi verið vanhæfir og að dómurum beri að gæta hæfi sínu sjálfir. „Ég vona að það komi betur fram hvað var tilkynnt og hvort það hafi verið einhver vanræksla. Hvort þeir hafi verið vanhæfir er svo önnur spurning.“Heilbrigð og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi Skúli segir það alvarlegt þegar trúverðugleiki æðsta dómstóls landsins sé dreginn í efa. „Það er auðvitað ekki neitt gamanmál þegar trúverðugleiki hæstaréttardómara og þar með æðsta dómstóls þjóðarinnar er dreginn í efa. Dómarar líta á það alvarlegum augum þegar fréttir berast um það. En að því sögðu þá verðum við að halda ró okkar og bíða eftir því að allar upplýsingar komi fram. Á sama tíma og þetta er algerlega heilbrigði og eðlileg umræða í lýðræðislegu samfélagi þá er hún auðvitað ekki neitt sérstaklega skemmtileg.“ Hann segist þó jafnframt gera sér grein fyrir því að fréttir af þessum toga séu ekki til þess fallnar að efla traust á dómstólum. „Ég sem formaður dómarafélagsins geri mér vel grein fyrir því að efasemdir um það hvort að dómarar hafi tilkynnt hagsmuni sína eru ekki til þess fallnar að styrkja trúverðugleika dómstóla eða efla á þeim traust. Það er nú það sem við erum að gera þessi misserin. Við erum að reyna að vinna að því að dómstólar landsins njóti trausts.“
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04