Íþróttaveðmál í Svíþjóð valda miklu hneyksli Benedikt Bóas skrifar 17. desember 2016 07:00 Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að glæpamenn sem áður einbeittu sér að eiturlyfjainnflutningi einbeita sér í auknum mæli að hagræðingu úrslita. Vísir/Eyþór „Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira