Íþróttaveðmál í Svíþjóð valda miklu hneyksli Benedikt Bóas skrifar 17. desember 2016 07:00 Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að glæpamenn sem áður einbeittu sér að eiturlyfjainnflutningi einbeita sér í auknum mæli að hagræðingu úrslita. Vísir/Eyþór „Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það er mikið veðjað í Svíþjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veðmál,“ segir Kári Árnason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grunaðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá svissneska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögulegri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur.Kári Árnason„Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tímabilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar veðja svona mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótboltaleiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa samband við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Danmörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leikmaður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áberandi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þannig vindur þetta upp á sig.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira