Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:31 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna og öll orka þingmanna fari nú í að afgreiða fjárlög og jólaundirbúning. Aðspurður um óformlegar viðræður um stjórnarmyndun segir Benedikt ekkert vera þar að frétta. „Það er andskotann ekki neitt. Það eru allir bara að vinna. Ég hef nú svosem spjallað við alla formennina að undanförnu en ekkert að gagni. Við höfum hist eins og hann nefndi hann Óttarr en það var meira verið að tala um gang mála á þinginu,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig: Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Hann segir þó að þingmenn séu nú einbeittir að því að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár. „Já það þarf að gera það að minnsta kosti, það er alveg öruggt. Það eru nú fleiri mál í gangi. Ég var núna að klára fund í efnahags- og viðskiptanefnd og þar eru nokkur mál, bæði einhver búið að afgreiða út úr nefnd og öðrum er verið að vinna í. Það er bara ofboðslega lítill tími til að vera að gera nokkuð annað en þessi þingstörf út af jólunum.“ Aðspurður um ummæli forsætisráðherra um að ekki muni takast að mynda ríkisstjórn fyrir jól segist Benedikt ekki þora að fullyrða um slíkt „Ég hef svosem séð það og það getur vel veið að hann hafi rétt fyrir sér i því en ég bara eiginlega þori ekki að segja til um það. En það getur vel verið að mönnum gangi eitthvað ef þeir komast í að gera eitthvað en það er bara ekki tími til þess akkúrat núna. Ég held það sé ekki af neinu viljaleysi heldur bara tímaleysi.“ Sjá einnig: Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramótHann segir þó taka sinn tíma að afgreiða fjárlög, enda fái menn yfirleitt þrjá mánuði til að afgreiða fjárlög, en í þessu tilfelli hafi þingið þrjár vikur. Ekki er búið að afgreiða frumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd. „Það er ekki ennþá búið að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu úr nefnd og ég held það sé ekkert skrítið. Menn eru yfirleitt að afgreiða þetta á þremur mánuðum og fá núna þrjár vikur. Þannig að menn eru bara, ég sá það um helgina þá sat fjárlaganefnd við allan tímann og fjármálaráðuneytið er held ég líka á fullu. Þetta er svolítið flókið tæknilega og nú er ég bara að tala sem nýgræðingur.“ Hann segir jafnframt að þingmenn reyni að undirbúa jólin eins og aðrir landsmenn. „Ég er búinn að skrifa jólakort, tók helgina í það. Maður verður að reyna að lifa eðlilegu lífi líka.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29 Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Forsætisráðherra stórlega efast um að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót Formenn annarra flokka taka í sama streng og segir formaður Bjartrar þau stóru verkefni sem Alþingi þarf að ljúka fyrir áramót vera tímafrek og því lítill tími til að mynda nýja ríkisstjórn. 19. desember 2016 18:29
Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. 18. desember 2016 19:30