Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 19:30 Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira