Forsætisráðherra vill minnihlutastjórn eftir áramót Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2016 19:30 Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ef ekki takist að mynda meirihlutastjórn á þeim dögum sem eftir eru af árinu þurfi að mynda minnihlutastjórn. Starfi slík stjórn til skemmri tíma þyrfti að ganga aftur til kosninga. Reiknað er með að forseti Íslands veiti einhverjum umboð til stjórnarmyndunar snemma í þessari viku. Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa síðustu daga rætt óformlega um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um formlegar viðræður milli einstakra flokka en af þingmönnum flokkanna mátti heyra í dag að draga muni til tíðinda á næstu dögum.Formaður Framsóknarflokksins næstur? Forseti Íslands ákvað í byrjun vikunnar að veita engum formanni umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur forsetinn verið í reglulegum samskiptum við formenn flokkanna síðustu daga og reiknað er með að hann muni á ný veita umboð til stjórnarmyndunar fljótlega eftir helgi. En eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var með umboðið í tæpar tvær vikur, formaður Vinstri grænna í níu daga og þingmaður Pírata í 10 daga er spurningin – hver fær umboðið næst? Ef forsetinn heldur áfram að veita umboðið í röð eftir stærð flokka er ljóst að næstur í röðinni er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Viðræður milli forystumanna Sigurður Ingi segir það rökrétt næsta skref að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann hafi átt í samtölum við formenn flestra flokka síðustu daga. „Auðvitað eru viðræður milli forystumanna flokkanna bæði um það hvernig við sjáum fyrir okkur að ljúka þessum verkefnum í þinginu og samhliða líka möguleikana inn í framtíðina,” segir Sigurður. Nú stendur yfir vinna í fjárlaga- og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis við að afgreiða fjárlög og frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Sigurður segir þá vinnu geta orðið til þess að liðka fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Í vinnunni inni í þingi núna þá myndast kannski ákveðnar, ég vil ekki kalla það blokkir, heldur meira svona sameiginleg sýn á það hvernig staðan sem við þurfum að leysa núna sem getur hjálpað til við það að menn fari í viðræður um framhaldið,” segir Sigurður.Minnihlutastjórn eftir áramót Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa velt upp þeim möguleika að hugsanlega myndist meirihluti fyrir því á Alþingi að ganga aftur til kosninga. „Ég myndi segja það, að ef ekki á þessum dögum sem eftir eru á þessu ári, myndast grundvöllur fyrir meirihlutasamstarfi, þá eiga menn að horfa í það að sjá fyrir sér minnihlutastjórn. Hvort sem hún mun starfa í lengri tíma eða skemmri. Og skemmri, þá er ég að meina að menn verða að vera sammála um að ganga þá aftur til kosninga,” segir Sigurður.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira