Lífið

Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er áfram í Söngvakeppninni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögin Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er komust áfram.
Lögin Raddirnar, Óstöðvandi og Hugur minn er komust áfram. mynd/rúv
Gréta Salóme með lagið Raddirnar, Karlotta Sigurðardóttir með lagið Óstöðvandi og Erna Hrönn og Hjörtur Traustason með lagið Hugur minn er komust í kvöld í úrslitaþáttinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Svíþjóð í maí.

Um er að ræða fyrri undankeppnina en hin síðari fer fram næstkomandi laugardag. Úrslitakeppnin sjálf verður svo haldin í Laugardalshöll 20. febrúar.

Heyra má lögin þrjú hér fyrir neðan ásamt því sem hægt er að sjá myndir frá keppninni.

mynd/rúv

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.