Tónlist

Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ready to Break Free

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sjáðu glænýtt myndband við framlag Júlí Heiðars í forkeppni Eurovision hér fyrir neðan.
Sjáðu glænýtt myndband við framlag Júlí Heiðars í forkeppni Eurovision hér fyrir neðan. Mynd/Skjáskot
Nú styttist óðum í að framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar verði valið en forkeppnin verður haldin daga 6. og 13. febrúar í Háskólabíó en úrslitakvöldið fer fram í Laugardalshöll þann 20. febrúar.

Júlí Heiðar á lag í keppninni og nú hefur verið gert myndband við lagið. Lagið nefnist Ready to Break Free og er enska útgáfan af laginu Spring yfir heiminn.

Lagið er í flutningi Guðmund Snorra og Þórdísi Birnu en Guðmundur samdi enska texta lagsins.

Myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan er eftir Sigurð Anton Friðþjófsson sem skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni Webcam og um upptökur sá Aron Bragi Baldursson. Dansararnir Helga Sigrún og Hilmar Steinn dansa í videoinu og samdi Helga dansinn.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.