Tónlist

Páll Óskar frum­­sýnir nýtt 30 ára af­­mælis­lag söngva­­keppninnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Páll Óskar er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. vísir
Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins.

Á úrslitakvöldinu í forkeppni Eurovision í Laugardalshöll sem fram fer 20. febrúar verður framlag Íslands í Eurovision 2016 valið og um leið verður 30 ára afmæli Söngvakeppninnar haldið hátíðlegt með ýmsum hætti.

Umgjörðin verður veglegri en áður og því eftir miklu að sækjast fyrir alla unnendur Söngvakeppninnar vinsælu. Það má fastlega gera ráð fyrir því að Páll Óskar takið þetta lag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.