Hrossasala til útlanda hefur ekki verið meiri í fimm ár Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Landsmót á Hólum 2016 kemur til með að draga að sér fjölda útlendinga. Unnendur íslenska hestsins eru búsettir um allan heim. Hér að ofan má sjá stemninguna á Gaddstaðaflötum árið 2014. vísir/bjarni þór sigurðsson Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“ Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Á síðasta ári voru 1.360 hross flutt út frá Íslandi. Um er að ræða mesta fjölda útfluttra hrossa um árabil. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir batamerki að markaðir séu að glæðast en betur megi ef duga skuli. „Hrossabændur þurfa að selja fleiri hross. Markaðir erlendis þurfa að taka enn betur við sér til að hrossabændur séu ánægðir með stöðuna. Hins vegar er gott að markaðir séu að glæðast og þetta stefnir í rétta átt,“ segir Þorvaldur. „Markaðir erlendis fyrir íslenska hestinn eru tiltölulega afmarkaðir um nokkur svæði. Einnig eru aðeins ákveðnar hestgerðir að seljast, sem eru vel tamin keppnishross. Gallinn er sá að fyrir reiðhross og ferðahesta, sem ekki eru líklegir keppnishestar, fæst lágt verð þar sem lítill markaður er fyrir þannig hesta.“ Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga, gleðst yfir því að markaðir séu farnir að taka við sér. „Það er jákvætt að við séum komnir á rekspöl aftur með útflutning á hrossum. Þó verður alltaf að taka með í reikninginn að útlendingar eiga hér hross sem þeir eru kannski að flytja heim til sín en aftur á móti hafa íslenskir hrossabændur tekjur af umhirðu og tamningu hrossa fyrir útlendinga,“ segir Lárus. „Einnig erum við að fara af stað með Íslandsverkefni, nýtt átaksverkefni um að stækka markaðinn með íslensk hross og vonandi mun það leiða til eflingar í útflutningi á hrossum.“ Fram undan er landsmót hestamanna í sumar sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal. Lárus segir fjölda útlendinga sækja mótið þegar þau eru haldin þar sem þeir skoði hross og salan taki oft kipp eftir landsmót. „Nú höfum við selt um 3.000 miða í forsölu á landsmót og eru útlendingar um fimmtungur þeirra sem hafa tryggt sér miða. Síðustu ár hefur íslenski hesturinn verið að skila um 15 milljörðum króna í gjaldeyristekjur til þjóðarbúsins þegar allt er tekið saman og því er þetta mjög mikilvæg atvinnugrein sem þarf að hlúa að.“
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira