Flóttabörnin örþreytt en glöð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2016 06:00 „Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
„Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira