Grettisgötubruninn: Brennuvargurinn metinn ósakhæfur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júlí 2016 13:45 Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi eldsvoðans. vísir/anton brink Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér. Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag tvo bræður á fertugsaldri vegna bruna á iðnaðarhúsi á Grettisgötu í mars á þessu ári. Annar þeirra var metinn ósakhæfur. Hafði hann játað á sig brot sitt og var hann sakfelldur fyrir íkveikju en var metinn ósakhæfur og því sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um refsingu. Hinn var sakfelldur fyrir að láta hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoða og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu.Bróðir mannsins sem játað hefur íkveikjuna segist ekki hafa gert tilraun að slökkva eldinn, en hvorki eldvarnarteppi né slökkvitæki hafi verið í herbergi þeirra.Vísir/EgillKveikt í slæðu á stól og skyldi brennandi dýnu eftir Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað til er mikill eldur kom upp á verkstæði á Grettisgötu 87 og gjöreyðilagðist það í eldinum. Í húsinu voru tvö bifreiðaverkstæði, líkamsræktarstöð, vinnustofa og íbúð listmálara, auk bifreiðageymslu í kjallara. Meðal þess sem glataðist var mikið safn málverka eftir Halldór Ragnarsson myndlistarmann. Maðurinn sem metinn var ósakhæfur kveikti í slæðu á stól í herbergi sínu, henti stólnum á dýnu og skildi brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hinn maðurinn var í herberginu þegar eldurinn kom upp en hvorki hann né bróðir hans hringdu á lögreglu eða slökkvilið. Bræðurnir tveir hafa báðir glímt við andleg veikindi og dvalið á götunni.Sjá einnig:Húsið metið á 200 milljónirFyrir dómi kom fram að sá sem kveikti í sé haldinn geðklofa og fylgi miklar ranghugmyndir sjúkdómi hans. Þá glími hann við amfetamínfíkn, sem hamli sjúkdómsmeðferð hans. Hafi hann tvívegis orðið uppvís að íkveikju og er sú hegðun rakin til ranghugmynda sem hann hafi verið haldinn á verknaðarstundu. Telur matsmaður mjög líklegt að ákærði sýni áfram af sér íkveikjuhegðun fái hann ekki viðeigandi meðferð í því skyni að vinna bug á geðrofseinkennum og ranghugmyndum. Bruninn við Grettisgötu olli miklu tjóni og meðal annars brann fjöldi verka myndlistarmannsins Halldór Ragnarssonar sem var með stúdíó í húsinu.Vísir/StefánÓfær um að stjórna gerðum sínum Var það mat dómsins að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Brotið sé þó alvarlegt og því verði honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.Sjá einnig:Sýnist öll mín verk síðustu ár farinBróðir hans neitaði sök en játaði þó að hafa ekkert aðhafst til þess að reyna að slökkva eldinn eða gera viðvart um hann. Geðlæknir sem bar vitni fyrir dómi taldi að samband bræðranna hafi fyrst og fremst gert það að verkum að hann hafi ekki aðhafst neitt. Var því annar bróðirinn metinn sakhæfur og hlaut hann sex mánaða fangelsisdóm. Auk sex mánaða fangelsisdóms var honum gert að greiða Tryggingamiðstöðinni 12.596.852 krónur, ásamt vöxtum, og 200.000 krónur í málskostnað.Sjá má dóm Héraðsdóms hér.
Tengdar fréttir Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26 Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49 Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. 7. mars 2016 20:26
Bruni við Grettisgötu: Skildi brennandi dýnu sína eftir í herberginu Tveir bræður hafa verið ákærðir í tenglsum við brunann. Báðir hafa dvalið á götunni og glímt við andleg veikindi. 29. júní 2016 15:49
Bruninn á Grettisgötu: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“ Halldór Ragnarsson myndlistarmaður sem hefur verið með stúdíó að Grettisgötu 87 þar sem mikill eldur kom upp fyrr í kvöld. 7. mars 2016 22:24