Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:21 Omar spilar fyrir gesti flugstöðvarinnar í París. Hann hlakkar til að hefja nám á Akureyri og langar að verða tónlistarmaður. Mynd/Kristjana Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri. Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri.
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15