Brynjar: Þegar maður ræðir breytingar á RÚV líta margir á það sem árás Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 12:54 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, voru gestir Heimis Karlssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Umræðuefnið var rekstrarumhverfi fjölmiðla og staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. „Þetta var mikið rætt á þeim tíma þegar ég var menntamálaráðherra á tímunum eftir hrun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að í hennar tíð hefði verið gripið til aðgerða með að minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi stjórn hefði fært hlutina í fyrra horf. „Það er vel hægt að hafa RÚV fyrir utan auglýsingamarkað en Helgi Hjörvar telur hins vegar að það eitt og sér dugi ekki til. „Dugar það að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði? Er ekki miklu mun mikilvægara að skapa hérna rekstrarskilyrði til að fjölmiðlar þrífist almennt? Við erum hérna með lítil fyrirtæki, sem skapa efni fyrir markað sem telur 0,3 milljónir, og þau þurfa að keppa við risa á borð við Facebook og Google sem greiða hér engin gjöld.“ Brynjar Níelsson var hins vegar á því að það væri ekki stigið nógu stórt skref með því einu að RÚV færi af auglýsingamarkaði. „Það er ólíðandi, algjörlega ólíðandi, að einkareknir miðlar þurfi að keppa við RÚV um auglýsingatekjur. En það þarf að gera meira. Við verðum að endurskoða RÚV, hvernig það er fjármagnað, hvað það á að sýna og framleiða og hvers eðlis það á að vera.“ Hann sagði enn fremur að það væri ekki auðvelt að ræða slíka hluti því til staðar væru ýmsir sem „litu á það sem árás á almannaútvarpið“ og sem svo að hann vildi það feigt. Síðar í þættinum sagði Helgi að hann hefði óskað eftir því við menntamálaráðherra að sérstök umræða færi fram um stöðu og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi og þá hvað væri hægt að gera til að bæta það. Umræðurnar úr þættinum má heyra í fréttinni bæði hér fyrir ofan og fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24 Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00 Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir íslenska fjölmiðla hvorki hafa stefnu né tilgang Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra veltir fyrir sér tilgangi íslenskra í færslu sem hann ritaði á Facebook-síðu sína í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 10:24
Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögur sem fulltrúar einkarekinna fjölmiðla lögðu fram í Fréttablaðinu í gær um breytta löggjöf áhugaverðar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að draga þurfi úr umsvifum RÚV á auglýsingama 24. ágúst 2016 07:00
Katrín um skrif Bjarna: Þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins Formaður Vinstri grænna spurði formann Sjálfstæðisflokksins út í Facebook-færslu hans sem birtist í gærkvöldi. 18. ágúst 2016 11:37