Vilja minni umsvif á auglýsingamarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Fimm forsvarsmenn félaga sem halda úti sjónvarpsstöðvum og efnisveitum skrifuðu undir áskorun til ráðherra og þingmanna sem birt var í Fréttablaðinu í gær. Þar var farið fram á „nauðsynlegar og tímabærar breytingar“ á löggjöf, sem ætlað væri að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Undir áskorunina skrifuðu þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd Símans, Rakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla Hringbrautar, og Sævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla. Nokkrar tillögur voru nefndar í greininni sem yrðu umræddum fjölmiðlafyrirtækjum til hagsbóta. Þar á meðal var að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði um næstu áramót og mögulega hækka útvarpsgjald til að vega upp á móti tekjumissi. Að virðisaukaskattur yrði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla. Að jafnræði yrði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Að sömu reglur giltu um innlendar og erlendar efnisveitur svo innlendar veitur sætu við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar. Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar og að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn og textun fyrir heyrnarskerta. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist almennt hafa áhuga á að efla frjálsa fjölmiðlun. Hún sagði tillögurnar í greininni vera áhugaverðar og hægt væri að skoða þær frekar. Margar þeirra hafi verið ræddar áður. „Það þarf auðvitað að fylgjast vel með, því eins og fram kemur í greininni, þegar Netflix kemur þá breytist allt. Það var ekki til þegar við vorum að vinna í fjölmiðlalögunum,“ segir Unnur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segist vera hollvinur Ríkisútvarpsins og að hún sé stuðningsmaður þess „að við eigum hér fjölmiðil í almannaþágu og eigu“. Hins vegar hefði það verið stefna Samfylkingarinnar að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar bætt við. „Það að draga úr þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þýðir um leið að ríkið verði að vera tilbúið að bæta Ríkisútvarpinu það upp og reyna að tryggja rekstrarforsendur þess. Ég tel að ríkisfjölmiðill eigi ekki að vera umsvifamikill á auglýsingamarkaði í samkeppni við aðra en miðað við núverandi aðstæður þarf að huga að því með hvaða hætti rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins er best tryggt.“ Sem dæmi þurfi eitt skref í því að vera að aflétta þungum lífeyrisskuldbindingum sem RÚV beri. Þá segir hún að íbúar landsbyggðarinnar hafi áhyggjur af upplýsingaveitunni af landsbyggðinni ef þjónusta RÚV yrði skert. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hafði ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar en sagði það „sjálfsagt að skoða alvarlega að taka RÚV af auglýsingamarkaði eða setja einhverjar hindranir þar á“, þar sem RÚV væri með forskot á markaði. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa talað um þetta árum saman. Markaðurinn væri mjög skakkur. Ómögulegt væri að vera með eðlilegt fjölmiðlaumhverfi á meðan Ríkisútvarpið væri með fjóra milljarða króna í forgjöf. „Ef menn hafa áhyggjur af einhverju ójafnvægi í mjólkuriðnaðinum út af MS, þá er þetta ekkert öðruvísi. Þarna er RÚV tekið út úr samhengi við samkeppnislögin og mér finnst óeðlilegt að, ef menn ætla á annað borð að halda út ríkissjónvarpi, að það hafi forgjöf og sé síðan í samkeppni við aðra fjölmiðla. Þetta er í eðli sínu fráleitt.“ Brynjar sagði spurninguna vera hve stórt RÚV ætti að vera og hvaða þjónustu það ætti að veita. Það væri hins vegar önnur umræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Fimm forsvarsmenn félaga sem halda úti sjónvarpsstöðvum og efnisveitum skrifuðu undir áskorun til ráðherra og þingmanna sem birt var í Fréttablaðinu í gær. Þar var farið fram á „nauðsynlegar og tímabærar breytingar“ á löggjöf, sem ætlað væri að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Undir áskorunina skrifuðu þau Arnþrúður Karlsdóttir, fyrir hönd Útvarps Sögu, Ingvi Hrafn Jónsson, fyrir hönd ÍNN, Orri Hauksson, fyrir hönd Símans, Rakel Sveinsdóttir, fyrir hönd miðla Hringbrautar, og Sævar Freyr Þráinsson, fyrir hönd 365 miðla. Nokkrar tillögur voru nefndar í greininni sem yrðu umræddum fjölmiðlafyrirtækjum til hagsbóta. Þar á meðal var að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði um næstu áramót og mögulega hækka útvarpsgjald til að vega upp á móti tekjumissi. Að virðisaukaskattur yrði ekki tekinn af starfsemi fjölmiðla. Að jafnræði yrði tryggt milli innlendra félaga og erlendra varðandi kvaðir og skilyrði um meðferð á myndefni. Að sömu reglur giltu um innlendar og erlendar efnisveitur svo innlendar veitur sætu við sama borð og alþjóðlegir fjölmiðlarisar. Að skilgreiningar á hugtökum í fjölmiðlalögum verði uppfærðar og að stjórnvöld grípi til úrræða til að styðja við talsetningu á erlendu myndefni fyrir börn og textun fyrir heyrnarskerta. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist almennt hafa áhuga á að efla frjálsa fjölmiðlun. Hún sagði tillögurnar í greininni vera áhugaverðar og hægt væri að skoða þær frekar. Margar þeirra hafi verið ræddar áður. „Það þarf auðvitað að fylgjast vel með, því eins og fram kemur í greininni, þegar Netflix kemur þá breytist allt. Það var ekki til þegar við vorum að vinna í fjölmiðlalögunum,“ segir Unnur. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segist vera hollvinur Ríkisútvarpsins og að hún sé stuðningsmaður þess „að við eigum hér fjölmiðil í almannaþágu og eigu“. Hins vegar hefði það verið stefna Samfylkingarinnar að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði en núverandi ríkisstjórn hafi hins vegar bætt við. „Það að draga úr þátttöku Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði þýðir um leið að ríkið verði að vera tilbúið að bæta Ríkisútvarpinu það upp og reyna að tryggja rekstrarforsendur þess. Ég tel að ríkisfjölmiðill eigi ekki að vera umsvifamikill á auglýsingamarkaði í samkeppni við aðra en miðað við núverandi aðstæður þarf að huga að því með hvaða hætti rekstrarumhverfi Ríkisútvarpsins er best tryggt.“ Sem dæmi þurfi eitt skref í því að vera að aflétta þungum lífeyrisskuldbindingum sem RÚV beri. Þá segir hún að íbúar landsbyggðarinnar hafi áhyggjur af upplýsingaveitunni af landsbyggðinni ef þjónusta RÚV yrði skert. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hafði ekki kynnt sér tillögurnar til hlítar en sagði það „sjálfsagt að skoða alvarlega að taka RÚV af auglýsingamarkaði eða setja einhverjar hindranir þar á“, þar sem RÚV væri með forskot á markaði. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa talað um þetta árum saman. Markaðurinn væri mjög skakkur. Ómögulegt væri að vera með eðlilegt fjölmiðlaumhverfi á meðan Ríkisútvarpið væri með fjóra milljarða króna í forgjöf. „Ef menn hafa áhyggjur af einhverju ójafnvægi í mjólkuriðnaðinum út af MS, þá er þetta ekkert öðruvísi. Þarna er RÚV tekið út úr samhengi við samkeppnislögin og mér finnst óeðlilegt að, ef menn ætla á annað borð að halda út ríkissjónvarpi, að það hafi forgjöf og sé síðan í samkeppni við aðra fjölmiðla. Þetta er í eðli sínu fráleitt.“ Brynjar sagði spurninguna vera hve stórt RÚV ætti að vera og hvaða þjónustu það ætti að veita. Það væri hins vegar önnur umræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Áskorun um gerð lagabreytinga Undirrituð félög skora á ráðherra og Alþingi að gera nauðsynlegar og tímabærar breytingar á löggjöf til þess að jafna samkeppnisstöðu félaga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. 23. ágúst 2016 08:30