Spurði út í þátttöku Sigmundar í nefndarstörfum: „Er þetta í lagi?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:24 Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis. Kosningar 2016 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag og spurði út í nefndarsetu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins en eftir að hann lét af embætti forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sagði Guðmundur að honum hefði skilist sem svo að nefndarseta væri einn af lykilþáttum þingstarfanna en velti fyrir sér hvers vegna Sigmundur Davíð væri ekki í þingnefnd. „Það er einn óbreyttur þingmaður á meðal okkar sem situr ekki í neinni þingnefnd, það er háttvirtur þingmaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. [...] Hann er hér á fullu þingfararkaupi og í raun og veru með 50 prósent álagi vegna flokksformennsku og hann er með aðstoðarmann líka,“ sagði Guðmundur og spurði svo hvort það væru fordæmi fyrir því að óbreyttir þingmenn sætu ekki í neinni þingnefnd og taki þar með ekki þátt í nefndarstörfum. „Svo ekki sé talað um að hann mæti ekki í atkvæðagreiðslu og taki ekki til máls í pontu Alþingis. Hefur forseti gert athugasemdir við þetta, hefur forseti komið þeim athugasemdum á framfæri við þingflokk Framsóknarflokksins? Er þetta í lagi?“ Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis kvaðst ekki hafa farið í það að skoða hvort fordæmi væru fyrir því að þingmenn væru ekki í þingnefndum. Þá sagði forseti að þetta væri mál sem væri fyrst og fremst í höndum viðkomandi þingflokka enda væri það þeirra ákvörðun hvaða þingmenn sætu í hvaða nefndum og líklegt væri að það yrðu talin óeðlileg afskipti ef að forseti þingsins væri að hafa afskipti af því. Guðmundur sagðist gera sér grein fyrir því að frelsi þingmanna varðandi störf sín væri mjög mikið. Hann væri hins vegar að velta þessu fyrir sér vegna þess hvaða fordæmi væri verið að setja til framtíðar til litið. „Ef allir þingmenn myndu nú ákveða að mæta ekki í atkvæðagreiðslur, taka ekki til máls hér, starfa ekki í þingnefndum hver væru þá þingstörfin og er þetta æskilegt fordæmi sem er verið að reisa? Má ég ákveða það upp á mitt einsdæmi að ég ætla ekki að taka þátt í þingstörfum og í rauninni ekki gera neitt annað hér á þingi en samt þiggja þingfararkaup?“ Hann spurði svo hvort ekki væri ástæða til að gera athugasemdir við þetta svo fordæmi fyrir þessu væri ekki gefið. Forseti þingsins minnti þá á að engin þingleg skylda kvæði á um það að þingmenn starfi í nefndum. Því væri um að ræða frjálst val þingmanna og það væri í höndum þingflokkana að ákveða með hvaða hætti og hvort þeir skipi í nefndir Alþingis.
Kosningar 2016 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira