Tölvuskeytið til Sigmundar líklega það sama og flestir hafa fengið sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 19:33 Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir milljónir slíkra pósta senda út daglega. Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Friðrik Skúlason tölvuöryggissérfræðingur segir tölvupóstinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, fékk á dögunum væntanlega þann sama og flest allir tölvunotendur hafa fengið. Um sé að ræða tölvuvírus sem sendur sé út í milljónatali daglega. „Þetta sem hann lýsti, að hann hefði fengið tölvupóst frá einhverjum sendanda sem reyndist síðan ekki hafa sent hann, er mjög algengt. Þetta er ein af þremur helstu leiðum sem notaðar eru til að reyna að koma njósnaforritum inn í tölvu hjá viðkomandi. Málið er hins vegar að það er tiltölulega algengt, allavega á Íslandi, að þessu sé beint beinlínis gegn ákveðnum aðilum stöðu þeirra vegna,“ segir Friðrik Skúlason í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir að bróðurpartur allra slíkra tölvupósta fari í svokallaðar ruslsíur og/eða að fólk átti sig á því að pósturinn sé vírus. „Fólk er annað hvort ekki að hugsa, er of syfjað, hefur ekki tæknilega þekkingu eða gleypir við textanum sem er í skjalinu og opnar forritið.“ Friðrik segir að oftast séu það fjárglæframenn sem standi að baki tölvupóstssendingunum. „Mjög algengt er að forritið reyni að leita að einhverjum áhugaverðum upplýsingum í tölvunni; lykilorðum hér og þar eða vistuðum lykilorðum. Eins ef notandinn fer inn á heimabanka eða opna Paypal eða eitthvað þannig.“ Sjálfur segist hann hafa fengið fimm slíka tölvupósta senda, það sem af sé þessum degi. Aðspurður hvað fólk geti gert láti það blekkjast af þessum tölvusendingum segir hann að best sé að hreinsa út tölvuna, jafnvel skipta um stýrikerfi til þess að vera öruggt. Ekki sé nauðsynlegt að skipta út harða disknum, líkt og Sigmundur Davíð lét gera. Það eitt og sér geti skapað ákveðin vandamál. Hlusta má á viðtalið við Friðrik í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Vissi af möguleikanum á tölvuinnbroti og kærði því ekki til lögreglu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir meint tölvuinnbrot. 12. september 2016 18:43
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26
Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. 13. september 2016 12:44
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43