Sigmundur Davíð um tölvuinnbrotið: „Varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 12:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins mætir á miðstjórnarfundinn á laugardaginn. Vísir/Sveinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. Segir Sigmundur að umfjöllunin um málið sé „í senn kostuleg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórnmál.“ Hann segir „snúið út úr aukaatriðum til að reyna að gera menn ótrúverðuga. Nýjust er frétt RÚV um að málið líkist vísindaskáldsögu. "Maður fékk sendan innbrotsvírus í tölvupósti. Tæknimenn skoðuðu málið, sáu hvers eðlis það var og sögðu að eina örugga ráðið væri að skipta um harðan disk í tölvunni." Þetta telst varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu.“ Sigmundur lætur fylgja með hlekk á viðtal sem tekið var við hann í Reykjavík síðdegis í gær og segir að ef menn vilji vita hvernig málið sé raunverulega vaxið þá eigi þeir að hlusta á það viðtal. Fullyrðing Sigmundar í ræðu sinni um að það hafi verið brotist inn í tölvuna hans hefur vakið athygli. Komið hefur fram að Sigmundur tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína þann 1. apríl síðastliðinn en eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans. Þá kom fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir að það sé búið að vera gaman að fylgjast umræðu um tölvuinnbrotið sem hann nefndi í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar flokksins á laugardaginn. Segir Sigmundur að umfjöllunin um málið sé „í senn kostuleg og lýsandi fyrir nútíma umræðu um stjórnmál.“ Hann segir „snúið út úr aukaatriðum til að reyna að gera menn ótrúverðuga. Nýjust er frétt RÚV um að málið líkist vísindaskáldsögu. "Maður fékk sendan innbrotsvírus í tölvupósti. Tæknimenn skoðuðu málið, sáu hvers eðlis það var og sögðu að eina örugga ráðið væri að skipta um harðan disk í tölvunni." Þetta telst varla spennandi frétt, hvað þá efni í vísindaskáldsögu.“ Sigmundur lætur fylgja með hlekk á viðtal sem tekið var við hann í Reykjavík síðdegis í gær og segir að ef menn vilji vita hvernig málið sé raunverulega vaxið þá eigi þeir að hlusta á það viðtal. Fullyrðing Sigmundar í ræðu sinni um að það hafi verið brotist inn í tölvuna hans hefur vakið athygli. Komið hefur fram að Sigmundur tilkynnti um mögulegt innbrot í tölvu sína þann 1. apríl síðastliðinn en eftir ítarlega leit fundust engin ummerki um að innbrot í tölvuna hafi átt sér stað, að því er kemur í svari Rekstrarfélags stjórnarráðsins við fyrirspurn Kjarnans. Þá kom fram í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að innbrot í tölvu Sigmundar hafi ekki verið tilkynnt til embættisins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30 Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00 Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Tímalína: Frá bjálkahúsi í N-Dakóta til mögulegs tölvuinnbrots Yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, á miðstjórnarfundi flokksins á laugardag um innbrot í tölvu hans og að hann hafi verið eltur til útlanda hafa vakið mikla athygli. 13. september 2016 11:30
Guðni segir Sigmund geta skaðað Framsóknarflokkinn Fyrrum formaður Framsóknarflokksins sagði af sér árið 2008 til að gæta hagsmuna flokksins. Hann telur hneykslismál formanns flokksins geta verið sem myllusteinn um háls flokksins í komandi kosningabaráttu. 13. september 2016 07:00
Jóhannes staðfestir að mögulegt tölvuinnbrot hafi verið tilkynnt í apríl Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar staðfestir í samtali við Vísi að mögulegt innbrot í tölvu Sigmundar hafi verið tilkynnt þann 1. apríl síðastliðinn líkt 13. september 2016 10:26