Jane Goodall freistar þess að sameina kynslóðirnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. júní 2016 20:18 Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda