Jane Goodall freistar þess að sameina kynslóðirnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. júní 2016 20:18 Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira