Jane Goodall freistar þess að sameina kynslóðirnar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. júní 2016 20:18 Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Dr Jane Goodall, einn virtasti vísindamaður á sviði umhverfisverndar og dýraverndar, er komin til Íslands til að hvetja kynslóðirnar til að ná saman um aukna umhverfisvernd til að tryggja framtíðarkynslóðum vistarverur á jörðinni. Þekktust er hún fyrir rannsóknir sínar á samfélagi og hegðun simpansa í Gombe Stream þjóðgarðinum í Tansaníu en rannsóknir hennar stóðu yfir í 55 ár. Hún fylgdist náið með hegðun þeirra á borð við faðmlög og kossa og komst að þeirri niðurstöðu að simpansar, líkt og mannfólkið, sýndu tilfinningar á borð við gleði og sorg. Goodall úthlutaði þeim ekki númer líkt og tíðkast hefur í viðlíka rannsóknum heldur gaf þeim nöfn. Þá tók hún eftir merkilegri útsjónarsemi simpansana sem kunnu að nýta sér verkfæri til að verða sér út um fæði. Hún stofnaði árið 1977 Jane Goodall stofnunina sem heldur áfram rannsóknum en um þessar mundir leggur hún áherslu á samtökin Roots and Shoots sem hvetja ungt fólk til að huga að umhverfismálum og leita lausna við þeim margvíslega vanda sem steðjar að umhverfinu. „Ef við tökum ekki öll höndum saman og grípum til samstilltra ráðstafana um allan heim verður það um seinan. Ég trúi því statt og stöðugt að við höfum dálítin tímaramma,“ segir Goodall. „Því er mikilvægt að ná ekki aðeins til ungs fólks heldur okkar fullorðinna, eldri borgara og ungs fólks sem er að hefja starfsferil sinn.Sérhvert okkar getur lagt lóð á vogarskálina á hverjum degi ef við hugsum um afleiðingar ákvarðana okkar. Um hvað við borðum, kaupum og klæðumst, og hvernig við komum fram við Móður náttúru og hvert annað,“ segir Goodall. Um 150 þúsund manns leggja málstaðnum lið í yfir 140 löndum, þar á meðal á Íslandi. Dr Goodall býður áhugafólki um umhverfisvernd á öllum aldri til að hlýða á erindi sitt næstkomandi miðvikudag í Háskólabíói klukkan fimm en aðgangur er öllum opinn.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira