Innlent

Talið að sinueldurinn við Stokkseyri hafi kviknaði út frá fugli sem flaug á rafmagnslínu

Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa
Mynd sem Þórir Tryggvason tók af brunanum þegar hann flaug yfir svæðið í kvöld.
Mynd sem Þórir Tryggvason tók af brunanum þegar hann flaug yfir svæðið í kvöld. Vísir/ÞórirTryggvason
Talið er að sinueldurinn norðan Stokkseyrar hafi kviknað út frá fugli sem flaug á rafmagnslínu. Fjölmennt slökkvilið hefur barist við eldinn frá því snemma í kvöld en hann náði yfir um 10 - 12 hektara svæði um einum kílómetra norðan Stokkseyrar.

Slökkviliðsmenn frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi voru kallaðir út til verksins en slökkvistarf gekk erfiðlega sökum þess að ekki var hægt að vinna það með tækjabúnaði. Þurftu slökkviliðsmennirnir að ganga um svæðið með áhöld til að vinna gegn brunanum.

Búist er við að slökkvistarf muni standa yfir fram yfir miðnætti en reyk hefur lagt frá brunanum yfir á Stokkseyri og gert íbúum þar erfitt fyrir.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá fugli sem flaug á rafmagnslínu á svæðinu og við þann árekstur hafi neistað frá línunni sem varð þess valdandi að eldur kviknaði.

Vísir/Veigar Atli
Búist er við að slökkvistarf muni standa yfir fram yfir miðnætti en reyk hefur lagt frá brunanum yfir á Stokkseyri og gert íbúum þar erfitt fyrir.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá fugli sem flaug á rafmagnslínu á svæðinu og við þann árekstur hafi neistað frá línunni sem varð þess valdandi að eldur kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×