Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 14:43 Frá vatnavöxtunum á Siglufirði í gær. mynd/andri freyr sveinsson Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný. Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný.
Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22