Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 14:52 Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson mættu í héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna málsins. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38