Óttaðist að Stefán Logi myndi drepa sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 14:52 Stefán Logi Sívarsson og Daníel Rafn Guðmundsson mættu í héraðsdóm Reykjavíkur í dag vegna málsins. Vísir/GVA Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar. Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira
Daníel Rafn Guðmundsson, sem ákærður er fyrir að ráðast á Stefán Loga Sívarsson, segist hafa óttast að sá síðarnefndi myndi drepa sig. Þetta kom fram fyrir héraðsdómi í dag þar sem réttarhöld yfir honum fara fram. Fyrir dómi sagði Daníel um formála málsins að konan hans hafi brotnað saman og sagt honum að hún hafi vaknað í partýi og þá hafi verið búið að misnota hana. „Hún segir að sér hafi verið hótað því að ef hún myndi segja frá þessu þá þyrfti að stúta mér,“ sagði hann.Sjá einnig: Segist saklaus af árás á Stefán LogaEftir að hafa talað við gestgjafann hafi honum verið bent á að tala við Stefán Loga, sem hann hringdi þá í. „Það endar með því að hann segist vera á leiðinni heim til mín – ég var bara hálfsmeykur,“ sagði hann. Á þessum tímapunkti segist Daníel Rafn hafa hringt í Jón Hilmar Hallgrímsson, sem oftast var kallaður Jón Stóri, og beðið hann að koma til að reyna að „settla“ málið.„Jón Hilmar kom og ætlaði að reyna að róa þetta niður en úr þessu urðu einhver læti,“ sagði hann. „Þegar ég mæti Stefáni þarna úti fæ ég barefli í höfuðið. Mér bregður mjög mikið og fæ þungt höfuðhögg og man gloppótt hvað gerðist þá. Ég var orðinn mjög hræddur um líf mitt eftir að hafa fengið þetta högg.“Saksóknari spurði þá hvort það væri hans upplifun að erindi Stefáns hafi verið að ganga í skrokk á sér. „Já alveg klárlega hann hótaði mér í símann og sagði það líka við Jón (stóra) í símann,“ svaraði Daníel og hélt áfram: „Tónninn í röddinni var ekki þannig að hann vildi ræða við mig.“Sjá einnig: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á SkeljagrandabróðurDaníel sagði nokkrum sinnum fyrir dóminum að hann myndi ekki eftir öllu sem gerðist þennan dag. „Eins og ég segi – þetta gerist allt mjög hratt og ég var í mikilli geðshræringu út af þessu sem konan mín sagði mér og ég var líka hræddur af því að þeir höfðu sagt að þeir myndu stúta mér,“ sagði hann.Árásin sem Daníel Rafn er ákærður fyrir átti sér stað í Ystaseli þann 17. maí árið 2013. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama og fyrir að nota hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni.Stefán Logi fer fram á fimm milljóna króna miskabætur og tvær milljónir í skaðabætur vegna útlagðs tannlæknakostnaðar vegna árásarinnar.
Tengdar fréttir Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Sjá meira
Segist saklaus af árás á Stefán Loga Daníel Rafn Guðmundsson lýsti yfir sakleysi sínu í morgun við þingfestingu í máli ríkissaksóknara á hendur honum fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Breiðholti í maí í fyrra. 8. desember 2014 09:38