60 til 70 milljóna króna kostnaður við að skipta út gúmmíkurli í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. nóvember 2015 21:45 Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi. Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira
Ákveði Sveitarfélagið Árborg að skipta út svörtu gúmmíkurli á gervigrasvöllum sveitarfélagsins gæti það kostað á milli sextíu og sjötíu milljónir króna. Óttast er að gúmmíið geti verið krabbameinsvaldur þó þó það sé ekki sannað.Í sveitarfélaginu eru fimm gervigrasvellir, allir með gúmmíkorn úr möluðum bíldekkjum. Skiptar skoðanir eru um gúmmíið, sumir segja að það sé heilsuspillandi og geti jafnvel valdið krabbameini þó það sé alls ekki sannað en aðrir telja gúmmíið gott fyrir vellina og hafi engin heilsuspillandi áhrif. Menningar- og frístundafulltrúi Árborgar hefur kynnt sér málið og lesið nokkrar skýrslur um gúmmíið. „Þeir vilja meina að þetta svarta gúmmí sé ekki eins hættulegt og talað er um um og verða að treysta sínum framleiðanda. Það eru líka önnur efni komin, t.d. þetta grá afgangsgúmmí sem er ekki unnið úr dekkjakurli og svo þetta græna fína. Það sem hefur verið að stoppa sveitarfélögin sem eru með þessa velli er verðið því að græna er miklu, miklu dýrara og grá er svona þarna helmingi dýrara heldur en það svarta. Það hefur örugglega haft mikil áhrif á síðustu árum hvað menn hafa verið að kaupa í þetta,“ segir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í Árborg. Kostnaður við að skipta út svarta gúmmíinu stendur í bæjarfulltrúum og formanni íþrótta- og menningarnefndar. „Það gæti kostað sextíu, sjötíu milljónir króna að skipta á þeim öllum í einu en það kemur að þessum skiptum og þá munum við að sjálfsögðu gæta 150% öryggis gagnvart öryggi barna,“ segir Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og menningarnefndar. Kjartan segir að efninu verði skipt út á völlunum í skrefum á næstu árum. „Við viljum bara vera 150% örugg um það að það séu engin krabbameinsvaldandi efni í þessu kurli,“ bætir Kjartan við.En hafa foreldrar þeirra sem æfa á völlunum verið að kvarta undan dekkjakurlinu?„Fólk er eðlilega mis frótt um þetta og hefur á áhyggjur þegar barnið kemur svart heim með svartan bolta og svart andlit, því eðlilega litar svarta gúmmíið þegar það hitnar. Það lítur ekkert vel út, þannig að fólk hefur auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Bragi.
Tengdar fréttir Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15 Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Sjá meira
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00
Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Gæti tekið tvo til fimm ár að skipta út óæskilegu dekkjakurli af gervigrasvöllum í Reykjavík að mati formanns ÍTR. Óánægðir foreldrar héldu fund um málið í kvöld. 27. september 2015 23:15
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli Mun funda með Umhverfisstofnun ig Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. 7. október 2015 12:09