Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 23:15 Um 200 manns voru á fundinum. Vísir/Tinni „Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“ Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“
Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00