Borgin getur ekki sagt hvenær dekkjakurlinu verður skipt út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 23:15 Um 200 manns voru á fundinum. Vísir/Tinni „Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“ Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það sem við fengum að vita var að það væri ekki hægt að gefa afgerandi svör,“ segir Freyr Hermannson, foreldri í Reykjavík sem berst fyrir því að heilsuspillandi kurli úr úrgangsdekkjum sem notað hefur verið á ákveðnum gervigrasvöllum borgarinnar verði skipt út. Haldinn var fjölmennur fundur í kvöld þar sem forsvarsmenn borgarinnar voru krafnir um svör. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var í íþróttahúsi KR-inga í kvöld. Þar gátu áhyggjufullir foreldrar rætt málið við Þórgný Thoroddsen, formann Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en Freyr segir að hann hafi ekki getað veitt fullnægjandi svör um hvenær stæði til að skipta út dekkjakurlinu fyrir hættulaust kurl. „Þórgnýr sagði að það gæti tekið tvö til fimm ár að koma þessu í rétt horf. Hann sagði að þetta væri ekki komið á fjárhagsáætlun borgarinnar. Hann sagði þó að næst yrði skipt um kurl á gervigrasvellinum á KR-svæðinu en hann gat ekki sagt hvenær það yrði.“ Fyrir liggur að vellir á KR-svæðinu, á svæði Fram í Safamýri og Fylkis í Árbæ eru þeir vellir sem um ræðir. „Þetta lá fyrir árið 2010 og ef það tekur fimm ár í viðbót að skipta þessu út erum við að tala um að það mun taka þorra æsku barnanna okkar að koma þessu í rétt horf,“ segir Freyr.Fjölmargir foreldrar kannast við að taka á móti börnum sínum svörtum í framan að lokinni æfingu.Verið að spara 4-6 milljónir með því að fresta því að skipta út kurlinu í eitt ár Freyr veit til þess að foreldrar barna hafi tekið börn sín af æfingum vegna málsins. Þórarinn Guðnason, læknirinn sem fyrst benti á heilsuspillandi áhrif dekkjakurlsins sagði á fundinum að þeir sem vinna við að skipta um dekk noti hanska við vinnu sína. Að mati Freys er þetta ástand ekki boðlegt fyrir börnin. „Eins og sést á myndum eru krakkarnir kolsvartir út af þessu kurli. Við fullorðnir myndum aldrei sætta okkur við það að vinnuaðstaðan okkar væri svona og þetta er vinnuaðstaða barnana okkar. Þetta bitnar á börnunum okkar.“ Freyr segir ljóst að hópurinn muni halda áfram að þrýsta á Reykjavíkurborg þangað til að tekið verði á málinu. „Okkar afstaða er sú að þetta er umhverfis- og heilsumál. Það er verið að spara um 4-6 milljónir með því að tefja þetta um eitt ár og nú er óumdeilt að vellirnir eru komnir á tíma. Vð munum einfaldlega halda þessum bolta gangandi þangað til þetta verður lagað.“
Tengdar fréttir Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00 Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ráðherra gegn gúmmíkurlinu Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni. 1. apríl 2011 02:00
Krefja borgina um hættulaust kurl á gervigrasvellina án tafar „Ef við getum ekki breytt þessu, þá er ekki hægt að breyta neinu,“ segir Freyr Hermannsson foreldri í Reykjavík, sem vill að börnin fái að njóta vafans. 25. september 2015 09:00