Heimir: Auðvitað eiga menn að vænta þess að við vinnum þennan leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2015 15:36 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana þar sem það æfði í dag fyrir leik liðsins í undankeppni EM 2016 gegn Kasakstan á laugardaginn. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að vera mættur svona snemma til að venjast aðstæðum og tímamismuninum. „„Það var tilgangurinn með þessu að geta aðlagast aðstæðum og tímamun og gera okkur klára fyrir leikinn gegn Kasakstan,“ segir Heimir í viðtali við KSÍ. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur og við viljum gera allt sem við getum til að vera undirbúnir.“ Hvaða áhrif hafa önnur úrslit í riðlinum fyrir Ísland í þessari leikviku? „Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ef við vinnum hann þá skipta önnur úrslit okkur engu máli. Öll önnur úrslit verða þá góð úrslit fyrir okkur,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segir lið Kasakstan vera í framför. „Þetta er nokkuð skemmtilegt lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn sérstaklega varnarlega. Þar eru þeir líka skipulagðir. Svo eru þeir með flinka og fljóta stráka fram á við. Þó þeir séu í neðsta sæti í riðlinum eru gæði þeirra ansi mikil. Þetta er klárlega lið í framför,“ segir Heimir. Hann segir ekkert annað en sigur koma til greina í Astana þó það verði erfitt. „Við erum komnir hingað til að vinna þennan leik. Auðvitað eiga menn að vænta þess að við vinnum hann. Það er þó enginn að segja þetta verði auðveldur leikur. Hann verður það aldrei en við ætlum að undirbúa okkur sem best til að geta unnið þennan leik,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana þar sem það æfði í dag fyrir leik liðsins í undankeppni EM 2016 gegn Kasakstan á laugardaginn. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, fagnar því að vera mættur svona snemma til að venjast aðstæðum og tímamismuninum. „„Það var tilgangurinn með þessu að geta aðlagast aðstæðum og tímamun og gera okkur klára fyrir leikinn gegn Kasakstan,“ segir Heimir í viðtali við KSÍ. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur og við viljum gera allt sem við getum til að vera undirbúnir.“ Hvaða áhrif hafa önnur úrslit í riðlinum fyrir Ísland í þessari leikviku? „Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ef við vinnum hann þá skipta önnur úrslit okkur engu máli. Öll önnur úrslit verða þá góð úrslit fyrir okkur,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segir lið Kasakstan vera í framför. „Þetta er nokkuð skemmtilegt lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn sérstaklega varnarlega. Þar eru þeir líka skipulagðir. Svo eru þeir með flinka og fljóta stráka fram á við. Þó þeir séu í neðsta sæti í riðlinum eru gæði þeirra ansi mikil. Þetta er klárlega lið í framför,“ segir Heimir. Hann segir ekkert annað en sigur koma til greina í Astana þó það verði erfitt. „Við erum komnir hingað til að vinna þennan leik. Auðvitað eiga menn að vænta þess að við vinnum hann. Það er þó enginn að segja þetta verði auðveldur leikur. Hann verður það aldrei en við ætlum að undirbúa okkur sem best til að geta unnið þennan leik,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira