Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2015 07:00 Hér er Högni að dekka Brynjar Þór Björnsson, sem var í fjórtán manna landsliðshópi fyrir Evrópukeppnina. Brynjar hefur verið einn af bestu leikmönnum landsins í nokkur ár. Mynd/Bjartmar „Þetta var æðislegt. Náttúrulega ótrúlega gaman að spila með svona góðum hópi gegn jafn sterku liði og KR,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem lék með meistaraflokksliði Vals gegn KR í körfuknattleik á þriðjudagskvöld. „Mér fannst æðislegt að fá að dekka þessar landsliðshetjur. Það er líka gefandi að vera partur af liðsheild, eitthvað sem er rosalega verðmætt í sjálfu sér,“ bætir hann við. Lokatölurnar voru 103 – 78 fyrir KR, en Högni náði samt þeim áfanga að skora þriggjastiga körfu á þeim rúmu sex mínútum sem hann spilaði. „Þetta andartak, þegar þristurinn fór ofan í, var algjört konfekt. Maður fór allur á svif. Ég hugsaði: „Vá, fyrstu stigin mín í endurkomunni eru þriggjastiga karfa gegn KR.“ Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ útskýrir hann.Hér er töfrastundin, þegar Högni setti niður þriggjastiga körfuna. Þetta var eina tilraun Högna fyrir aftan línuna, 100 prósent nýting!Mynd/BjartmarHögni var sprækur spilari á árum áður og var meðal annars valinn í landsliðsúrtak drengjalandsliðsins ár upp fyrir sig. Hann lék með yngri flokkumVals, meðal annars lengi undir stjórn Ágústs Björgvinssonar sem er nú þjálfari meistaraflokks Vals. Högni segir gaman að fá að spila fyrir jafn færan þjálfara og Gústa. Högni hefur aðeins verið að rifja upp gömlu körfuboltataktana að undanförnu og upp frá því spratt hugmyndin að endurkomunni. „Ég er búinn að vera að spila mikinn körfubolta í hádeginu og var hvattur til þess að mæta á meistaraflokksæfingu. Ég ákvað bara að slá til. Ég hef verið að mæta svolítið upp á síðkastið og var valinn í liðið gegn KR, sem mér þótti frábært. Að fá að koma inn á var svo algjör rúsína í pylsuendanum.“ Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. „Já, planið er að halda áfram. Ég er staðráðinn í að standa mig vel. Nú er bara að æfa aukalega, fara í þrekæfingar og komast í betra form. Þá get ég farið að keppa almennilega við þessa spræku stráka sem eru í Valsliðinu.“ Högni hélt tónleika síðustu helgi, í Bæjarbíói í Hafnarfirði við góðan orðstír. Eins og hann sagði í samtali við Fréttablaðið um helgina, vinnur hann nú að sólóplötu og mun halda fleiri tónleika einn síns liðs, sem hann hefur ekki gert áður. Sjá einnig: Högni kemur fram einn í fyrsta skipti „Tónleikarnir í Hafnarfirðinum gengu vel. Maður er svolítið berskjaldaður svona einn og svolítið tirandi kannski. Ég held að ég hafi náð að anda rólega og koma öllu mínu til skila,“ segir hann hógvær. Næstu tónleikar Högna verða í Petersen svítunni, fyrir ofan Gamla bíó, þann 17. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um þá tónleika. Þegar Högni er spurður hvort hann finni líkindi milli þess að leika á tónleikum og stíga inn á parketið í körfuboltaleik hugsar hann sig aðeins um. „Það eru alltaf líkindi milli þess þegar maður er settur í brennidepilinn og mikið liggur undir. Maður vill sýna sig og sanna, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er auðvitað ákveðið stress sem fylgir í báðu. Þetta er „performance“, þetta snýst um að koma fram. Þetta er að mörgu leyti svipað og ég nýt þess að gera bæði.“ Hér að neðan má sjá þristinn hans Högna: Dominos-deild karla Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Þetta var æðislegt. Náttúrulega ótrúlega gaman að spila með svona góðum hópi gegn jafn sterku liði og KR,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem lék með meistaraflokksliði Vals gegn KR í körfuknattleik á þriðjudagskvöld. „Mér fannst æðislegt að fá að dekka þessar landsliðshetjur. Það er líka gefandi að vera partur af liðsheild, eitthvað sem er rosalega verðmætt í sjálfu sér,“ bætir hann við. Lokatölurnar voru 103 – 78 fyrir KR, en Högni náði samt þeim áfanga að skora þriggjastiga körfu á þeim rúmu sex mínútum sem hann spilaði. „Þetta andartak, þegar þristurinn fór ofan í, var algjört konfekt. Maður fór allur á svif. Ég hugsaði: „Vá, fyrstu stigin mín í endurkomunni eru þriggjastiga karfa gegn KR.“ Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ útskýrir hann.Hér er töfrastundin, þegar Högni setti niður þriggjastiga körfuna. Þetta var eina tilraun Högna fyrir aftan línuna, 100 prósent nýting!Mynd/BjartmarHögni var sprækur spilari á árum áður og var meðal annars valinn í landsliðsúrtak drengjalandsliðsins ár upp fyrir sig. Hann lék með yngri flokkumVals, meðal annars lengi undir stjórn Ágústs Björgvinssonar sem er nú þjálfari meistaraflokks Vals. Högni segir gaman að fá að spila fyrir jafn færan þjálfara og Gústa. Högni hefur aðeins verið að rifja upp gömlu körfuboltataktana að undanförnu og upp frá því spratt hugmyndin að endurkomunni. „Ég er búinn að vera að spila mikinn körfubolta í hádeginu og var hvattur til þess að mæta á meistaraflokksæfingu. Ég ákvað bara að slá til. Ég hef verið að mæta svolítið upp á síðkastið og var valinn í liðið gegn KR, sem mér þótti frábært. Að fá að koma inn á var svo algjör rúsína í pylsuendanum.“ Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. „Já, planið er að halda áfram. Ég er staðráðinn í að standa mig vel. Nú er bara að æfa aukalega, fara í þrekæfingar og komast í betra form. Þá get ég farið að keppa almennilega við þessa spræku stráka sem eru í Valsliðinu.“ Högni hélt tónleika síðustu helgi, í Bæjarbíói í Hafnarfirði við góðan orðstír. Eins og hann sagði í samtali við Fréttablaðið um helgina, vinnur hann nú að sólóplötu og mun halda fleiri tónleika einn síns liðs, sem hann hefur ekki gert áður. Sjá einnig: Högni kemur fram einn í fyrsta skipti „Tónleikarnir í Hafnarfirðinum gengu vel. Maður er svolítið berskjaldaður svona einn og svolítið tirandi kannski. Ég held að ég hafi náð að anda rólega og koma öllu mínu til skila,“ segir hann hógvær. Næstu tónleikar Högna verða í Petersen svítunni, fyrir ofan Gamla bíó, þann 17. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um þá tónleika. Þegar Högni er spurður hvort hann finni líkindi milli þess að leika á tónleikum og stíga inn á parketið í körfuboltaleik hugsar hann sig aðeins um. „Það eru alltaf líkindi milli þess þegar maður er settur í brennidepilinn og mikið liggur undir. Maður vill sýna sig og sanna, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er auðvitað ákveðið stress sem fylgir í báðu. Þetta er „performance“, þetta snýst um að koma fram. Þetta er að mörgu leyti svipað og ég nýt þess að gera bæði.“ Hér að neðan má sjá þristinn hans Högna:
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45
FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24
Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22
Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00