Högni kemur fram einn í fyrsta skipti Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2015 10:00 Högni Egilsson titlar tónleikaröð sína Flóttinn um landið. Mynd/Ari Maggi „Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur. Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður, sem heldur í fyrsta sinn tónleika þar sem hann kemur einn fram. Jafnframt því er Högni að leggja lokahönd á sólóplötu sína, sem hann hefur unnið að í á þriðja ár. Högni heldur röð tónleika og byrjar nú um helgina, þegar hann leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hann segist vilja fara nýjar leiðir í hvernig hann kemur tónlistinni til fólksins; að leika ný lög á tónleikum áður en þau verða gefin út.Nánara samband „Ég hugsa að á þessum tónleikum muni ég ná nánara sambandi við áhorfendur,“ segir Högni sem mun leika á píanó og gítar á tónleikunum, sem verða persónulegir. „Þetta gefur mér mikið frelsi til að leika mér með lögin. Opna lögin og opna túlkunina og í rauninni skapa eitthvert augnablik sem verður sterkt og sérstakt í sínum eigin heimi,“ bætir Högni við hugsi. Högni, sem er einn af þekktari tónlistarmönnum þjóðarinnar, hefur verið duglegur að koma fram en alltaf verið með hljómsveitum sínum. „Já, strangt til tekið er þetta í fyrsta sinn sem ég kem fram einn. Ég hef alltaf notið liðsinnis og verið hluti af hljómsveitum. Þá helst Hjaltalín og Gus Gus. Þeir tónleikar hafa verið með stærri brag og umgjörðin verið meiri músíklega. En mig hefur alltaf langað að sjá hvað myndi gerast ef ég myndi leita í smærra form og setja mína eigin sköpun í smærri einingu.“Unnið lengi í sólóefni Högni hefur lengi unnið að sólóplötu. „Þetta er músík sem ég hef unnið síðustu misseri. Ég hef aldrei verið tilbúinn að klára hana. En núna er ég tilbúinn að koma henni yfir lokaþröskuldinn. Þetta hefur verið svolítið eins og að vera í langhlaupi en vera ekki tilbúinn að komast í mark. En núna finnst mér rétti tíminn vera runninn upp.“ Stephan Stephensen, betur þekktur sem President Bongo og meðlimur Gus Gus, hefur unnið með Högna að plötunni og Atli Bollason séð um textasmíði. „Vinnan hefur gengið vel. Við unnum samfleytt að plötunni yfir tveggja ára tímabil. En síðan þá hefur hún legið í ofninum, ef svo má segja, í hægri eldun. Við erum núna tilbúnir að taka hana alla leið og fylgja þessu eftir. Það þýðir að ég er að leggja lokahönd á plötuna og undirbúa útgáfu núna í haust.“Öðlist sitt eigið líf Þegar Högni er beðinn að lýsa tónlistinni er hann með svör á reiðum höndum. „Þetta er músík sem liggur svolítið á elektrónískum grunni, í teknó eða „acid“ heimi. Þetta eru hægir elektrónískir taktar en við þá blandast annars konar tónlist. Við erum með strengi, kóra og alls kyns hljóðheima sem tengjast saman.“ Fyrstu tónleikar Högna fara fram í Gamla bíói í Hafnarfirði á morgun. Þeir hefjast klukkan 22 og er miðaverð 2.000 krónur.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira