Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2015 21:06 Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig. vísir/valli Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi var boðið og hófst gleðskapurinn klukkan 19:30. Mætingin var aftur á móti ekki góð og náði ljósmyndari 365 Valgarður Gíslason ekki myndum af mörgum gestum þegar hann var mættur fyrir utan Hótel Sögu. Stjórnarandstaðan greindi frá því fyrr í dag að hún ætlaði ekki að mæta í veisluna og sagði til að mynda Helgi Hjörvar í samtali við Stöð 2: „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.”Sjá einnig: Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst yfir óánægju sinni eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tilkynnti einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands.Sjá einnig: Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra, var til að mynda eini ráðherrann sem lét sjá sig í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einnig mættur. vísir/vallivísir/valliVigdís Hauksdóttir var í hörkustuði þegar hún mætti.vísir/valliSveinbjörg Birna lét sig ekki vanta. Nokkrir mótmælendur voru fyrir utan Hótel Sögu.Vísir/vallivísir/valliÓlafur Ragnar Grímsson mætti í kvöldvísir/valli Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi var boðið og hófst gleðskapurinn klukkan 19:30. Mætingin var aftur á móti ekki góð og náði ljósmyndari 365 Valgarður Gíslason ekki myndum af mörgum gestum þegar hann var mættur fyrir utan Hótel Sögu. Stjórnarandstaðan greindi frá því fyrr í dag að hún ætlaði ekki að mæta í veisluna og sagði til að mynda Helgi Hjörvar í samtali við Stöð 2: „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.”Sjá einnig: Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst yfir óánægju sinni eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tilkynnti einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands.Sjá einnig: Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra, var til að mynda eini ráðherrann sem lét sjá sig í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einnig mættur. vísir/vallivísir/valliVigdís Hauksdóttir var í hörkustuði þegar hún mætti.vísir/valliSveinbjörg Birna lét sig ekki vanta. Nokkrir mótmælendur voru fyrir utan Hótel Sögu.Vísir/vallivísir/valliÓlafur Ragnar Grímsson mætti í kvöldvísir/valli
Alþingi Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira