Enski boltinn

Liverpool fékk tvö víti á silfurfati en vann samt ekki botnliðið | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeff Schlupp fagnar jöfnunarmarki sínu.
Jeff Schlupp fagnar jöfnunarmarki sínu. Vísir/Getty
Botnlið Leicester náði í stig á móti Liverpool á Anfield í dag en liðin gerðu þá 2-2 jafntefli í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári.

Liverpool fékk tvö víti í fyrri hálfleik og Steven Gerrard skoraði úr þeim báðum. Fyrra vítið var rangur dómur og seinna vítið var harður dómur.

Leikmenn Leicester gáfust ekki upp við þetta mótlæti og tókst að jafna metin með tveimur mörkum á tveimur mínútum eftir um klukkutíma leik.

Mike Jones dæmdi tvisvar víti á leikmenn Leicester í fyrri hálfleiknum, fyrst fór boltinn í andlit Wes Morgan á 17. mínútu og svo upp í hendi Danny Simpson á stuttu færi á 40. mínútu. Gerrard skoraði að öryggi úr báðum vítaspyrnunum.

Leicester jafnaði metin með tveimur mörkum á tveimur mínútum í seinni hálfleiknum. Bæði mörkin komu með skotum fyrir utan teig, það fyrra gerði varamaðurinn David Nugent á 58. mínútu og það síðara skoraði Jeff Schlupp á 60. mínútu.

Liverpool og Leicester fengu bæði möguleika til þess að tryggja sér sigurinn á lokakaflanum en urðu að sætta sig við eitt stig að þessu sinni. 

Steven Gerrard kemur Liverpool í 2-0 úr vítaspyrnu David Nugent minnkar muninn í 2-1. Jeff Schlupp jafnar metin í 2-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×